Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Síða 30
31
hlýða á kvæði sín. En engar heimildir þekki ég um að skáld hafi talið sig
þurfa að fá leyfi til að yrkja um mann vísu. Einfaldasta skýringin á ákvæð
inu er sú að hér sé verið að sporna sem afdráttarlausast við því að menn
köstuðu fram vísum sem fælu í sér last eða háð eða aðdróttanir án þess að
hægt væri að sanna að svo væri. Ekkert mál var höfðað nema einhver teldi
sneitt að sér.
Í lagatextanum er kviði, tylftarkviði eða dómi engin heimild veitt til
að fella mál niður ef einhver hafði stefnt höfundi fyrir dóm. En freistandi
er að halda að þannig hafi þó verið farið að; þessir aðilar hafi getað metið
það svo að málshöfðun væri ástæðulaus. En samkvæmt bókstaf laganna er
hér dæmalaust eindregin vörn gegn mætti skáldskaparins. Og þá má varpa
fram annarri og kannski langsóttari skýringu: að sá sem orti um mann, án
leyfis, hafi þótt afla sér einhvers konar valdastöðu gagnvart honum. Það
virðist hafa verið stutt leið á milli skáldskapar og galdurs á heiðnum tíma.
Raunar er kannski ekki laust við að það séu algild sannindi að sá sem hælir
manni á eftirminnilegan hátt geti öðlast einhvers konar vald yfir honum.
Sérstaklega torskilið er bannið við að yrkja níð eða háð um konunga
Svía, Dana eða Norðmanna þar sem gert er ráð fyrir að konungarnir
kunni að eiga húskarla á Íslandi til að sækja mál gegn skáldunum. Jón
Jóhannesson tengdi þetta við frásögn í Jómsvíkinga sögu og Heimskringlu
um að Haraldur Gormsson, konungur Dana og Norðmanna á síðari hluta
10. aldar, hafi hótað að herja til Íslands til að hefna níðs sem allir Íslendingar
hefðu ort um hann.69 En sú frásögn er öll með helst til miklum ólíkindum
til þess að auðvelt sé að ímynda sér að lagaákvæði geti verið viðbrögð við
henni. Þar segir að Danir hafi tekið allt fé af Íslendingum sem brutu skip
sitt í Danmörku og Íslendingar brugðist við með því að leiða í lög „at yrkja
skyldi um Danakonung níðvísu fyrir nef hvert, er á var landinu […]“. Það
virðist hafa náð fram að ganga, samkvæmt sögunni. Konungur ætlaði að
sigla flota sínum til Íslands og hefna níðsins en skipaði fyrst „kunngum
manni at fara í hamfǫrum til Íslands ok freista, hvat hann kynni segja
honum. Sá fór í hvalslíki.“70 Þar hitti hann fyrir landvættina sem prýða nú
skjaldarmerki íslenska ríkisins. Hér er þess að gæta að húskarlar gátu verið
aðrir en venjulegir vinnumenn. Í Noregi voru þeir meðal annars nefnd
ir sem fylgdarmenn konunga, hliðstæðir hirðmönnum en þó líklega oft
69 Jón Jóhannesson, Íslendinga saga I: Þjóðveldisöld, Reykjavík: Almenna bókafélagið,
1956, bls. 266–268.
70 Snorri Sturluson, Heimskringla I, bls. 270–271 (Óláfs saga Tryggvasonar, 33.
kap.).
DRÖG Að RÉTTARSÖGU ORðLISTAR Á ÍSLANDI