Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Side 33
34
um skáldskap hér. Við meiðyrðum í bundnu máli voru strangari viðurlög,
venjulega skóggangur en fjörbaugsgarður við ærumeiðingum í óbundnu
máli.76 Benda má líka á dæmi þess í sögum að last eða háð teljist ekki full
gert fyrr en það sé komið í bundið mál. Svo að eitt dæmi sé tekið segir
BrennuNjáls saga frá orðillum förukonum sem fóru frá Bergþórshvoli
að Hlíðarenda og sögðu þar frá tíðindum. Ekkert skorti á orðlist þeirra;
þær sögðu til dæmis að Njáll bóndi hefði stritast við að sitja. Hallgerður
húsfreyja lét sitt ekki eftir liggja heldur og stakk upp á að Njáll væri kall
aður karl hinn skegglausi en synir hans taðskegglingar af því að þeir létu
aka skarni á hóla. En það nægði ekki, því að Hallgerður bætti því við að
Sigmundur, frændi Gunnars, skyldi kveða „um nǫkkut […], ok lát oss njóta
þess er þú ert skáld“.77 Þá fyrst voru meiðyrðin fullgerð.
Loksins höfundarréttur
Hér að framan hefur komið fram að skáldskapur taldist til verðmæta á
Íslandi á miðöldum. Fyrir hann var goldið, og ámælisvert þótti að gera
annars skáldskap að sínum eigin. Skáldskap var hægt að gefa, og laut hann
þá sömu reglum og önnur verðmæti; hefði maður gefið einum kvæði sitt
var ekki heiðarlegt að gefa það öðrum. Væri vitnað til skáldskapar annars
manns í texta var viðeigandi að geta höfundar. Skáldskapur var líka vopn
sem hægt var að nota til að særa. Ekki eru nærri því eins skýr merki um
verðmæti frásagnartexta í óbundnu máli, en sköpun þeirra krafðist óhjá
kvæmilega vinnu, og þannig hlutu þeir að geta orðið verðmæti, einkum ef
halda þurfti höfundi textans uppi meðan á vinnunni stóð.
Varla telst þó neitt af þessu höfundarréttur í okkar ströngustu merk
ingu. Hvenær verður hann þá til á Íslandi? Stutta svarið við því er að
lög um rithöfundarétt og prentrétt voru sett af Alþingi, staðfest af kon
ungi árið 1905 og gengu í gildi 1. janúar 1906. Þau fylla átta blaðsíður í
Stjórnartíðindum, en meginatriðið er í fyrstu grein:
Höfundur hver hefur eignarrjett á því, er hann hefur samið. – Hann
hefur því, innan þeirra takmarka, sem lög þessi setja, einkarjett á
að birta og gefa út rit sín skrifuð, prentuð eða margfölduð á annan
þvílíkan hátt, svo og til þess að sýna þau á leiksviði og lesa þau upp.
Heimilt er þó að lesa upp rit, sem út hefur verið gefið, hafi rithöf
undur eigi á titilblaði þess lagt bann við því, og þrátt fyrir slíkt bann
76 Gunnar Thoroddsen, Fjölmæli, bls. 13.
77 Brennu-Njáls saga, bls. 113 (44. kap.).
Gunnar Karlsson