Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Qupperneq 38
40
bókina um óttann við að eldast frá 2011.5 Virtist sumum sem Miller hefði
snúið baki við íslenskum fræðum, en þessar bækur eru þó hluti af heildar-
verki hans um það hvernig hið innra og ytra kallast alltaf á og í þeim notaði
hann íslenskar bókmenntir og lög jöfnum höndum með öðrum heimildum
um sögu Vestur landa. Miller segir ekki aðeins að Íslendingasögur séu heims-
bókmenntir, heldur les hann þær sem slíkar og notar þær þannig. Með því
eignast Íslandssagan aðild að sögu heimsins og saga heimsins verður hluti af
sögu Íslands. Árið 2006 kom út bókin Eye for an Eye (Auga fyrir auga).6 Þar
reiddi Miller fram heildarsýn sem var afrakstur allra hans fyrri verka með
því að greina ýtarlega hugtakakerfi hins forna réttarkerfis sem víða var við
lýði og byggist á því að jafna metin eða gjalda líku líkt. Greiningin er í senn
smámunasöm og almenn og sýnir fram á að kerfið, sem var við lýði áður en
kristið réttarkerfi náði yfirhöndinni á 12. og 13. öld, var reist á sömu undir-
stöðuhugmyndum allstaðar sem heimildir greina, jafnt í Íslendingasögum,
Gamla testamentinu og öðrum fornum ritum. Síðasta áratuginn hefur hann
snúið sér aftur að Íslendingasögum af fullum krafti. Árið 2008 gaf hann út bók
um Auðunar þátt vestfirska, árið 2014 um Njáls sögu og árið 2017 kom út eftir
hann bók um Hrafnkels sögu.7
Fullvíst má telja að fáir komist með tærnar þar sem William Ian Miller
hefur hælana í því að skapa lesendur fyrir Íslendingasögur á heimsvísu á und-
anförnum áratugum því að bækur hans hafa notið meiri vinsælda en almennt
gerist um fræðirit. Þótt sumar þeirra hafi verið þýddar á arabísku, ítölsku, kín-
versku og kóresku birtist þó hér í fyrsta sinn íslensk þýðing á verki eftir hann.
Lára Magnúsardóttir
Mystery of Courage, Cambridge MA: Harvard University Press, 2000; William
Miller, Faking It, New York: Cambridge University Press, 2003.
5 William Miller, Losing It, in which an aging professor laments his shrinking brain,
which he flatters himself formerly did him noble service: a plaint, tragic-comical, histori-
cal, vengeful, sometimes satirical and thankful in six parts, if his memory does yet serve,
New Haven: Yale University Press, 2011.
6 William Miller, Eye for an Eye, New York: Cambridge University Press, 2006.
7 William Miller, Audun and the Polar Bear: Luck, Law, and Largesse in a Medieval
Tale of Risky Business, Leiden og Boston: Brill, 2008; William Miller, „Why is your
axe bloody?”: A Reading of Njáls saga. Oxford: Oxford University Press, 2014; Wil-
liam Miller, Hrafnkel or the Ambiguities: Hard Cases, Hard Choices, Oxford: Oxford
University Press, 2017.
WIllIaM Ian MIller