Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Page 40
42
Um leið og farið er að leika sér að grundvallarþáttunum hugmynd-
arinnar um ógn, klofnar hugtakið í margar greinar og áhugaverðar þver-
sagnir koma í ljós. Þessu gera undirstöðukenningar samningafræða ráð
fyrir, eins og Thomas Schelling orðaði ágætlega fyrir margt löngu í bók-
inni The Strategy of Conflict (Herfræði átaka). Eitt lykilatriða í málflutningi
hans var að bæta megi samningsstöðu með því að vekja athygli á eigin
veikleikum með réttum hætti. Betra getur verið að hafa ekki stuðning af
gáfum og gagnrýninni hugsun í þeim tilvikum sem slík færni veldur töfum
eða stuðlar að vantrausti.10 Þá kann að vera hentugri kostur að skilja ekki
ógöngurnar sem maður er í. Þrjóska, einfeldni og jafnvel hrein heimska
geta stundum tryggt vinninginn (nærtækt dæmi eru tilteknar kosninga-
niðurstöður í hinum enskumælandi heimi árið 2016). Heimska getur þess
vegna skapað ógn af því tagi sem tryggir yfirburði ef þannig ber undir, rétt
eins og leikni og gáfur gera við aðrar aðstæður.11
Manstu hvernig tilfinning það var þegar þú, bráðþroska og gáfað barn,
hélst fram sannfærandi rökum við leik- eða frændsystkini þín en þau voru
of treg til að skilja snilldina? Eða, það sem verra var, þegar þau vildu ekki
trúa einhverju sem þú einfaldlega vissir fyrir víst og þau þóttust „vita“
betur; sá sem snerti körtu fengi vörtu, sama hvað þú segir. Og það varst þú,
en ekki þau, sem hunskaðist í burtu, við það að springa af gremju, gjörsigr-
aður. Stundum þarf að skrúfa niður í vitsmununum og afskrifa drjúgan
hluta af heilabúinu, því að kjáninn vinnur þegar ómögulegt er að koma
og hótun og ögrun eins og hann bendir hér á, þ.e. orðið nær bæði yfir verk þess
sem er ógnandi eða hefur í hótunum og ógnina sem mótaðili hans finnur fyrir
og liggur loftinu. Í íslensku máli greina orðin á milli hlutaðeigandi og verkanna
sjálfra, að nokkru leyti í sama anda og greining Millers á hugtökunum „threat“ og
„threatening“ gerir ráð fyrir. Þannig skapast ógn af hótun eða ógnun og sá óttast
sem er ögrað eða telur sér ógnað. Þetta skapar nokkra óvissu við þýðingu og er
farin sú leið að binda ekki hvert enskt orð við eina íslenska þýðingu, en nýta heldur
möguleika íslenskrar tungu. Svipað á við um hugtakið „ógnaryfirburði“ en það er
hér haft fyrir fræðikenninguna um „threat advantage“, sem gerir ráð fyrir að ógn
leiði til þess að sá sem veldur henni öðlist yfirburðastöðu í keppni og samningum.
Þetta orðasamband hefur þó jafnframt almenna merkingu og nær þá yfir almenna
hugmynd, sem er sambærileg, en óbundin af kenningunni, eins og Miller ræðir.
Er orðasambandið því hér þýtt eftir því hvort virðist fremur tilætluð merking.
10 Sjá afbragðsgóða umfjöllun Þúkýdídesar (4.10) um hið flókna samband milli þess að
hafa hæfni til þess að geta greint vandamál en mistakast að leysa þau, sbr. William
Miller, The Mystery of Courage, bls. 169−171, í kafla sem heitir „The Problems of
Brains“.
11 Einhver besta túlkun sem til er á afbrigðilegri dyggð heimskunnar er í nóvellu
Josephs Conrad, Typhoon.
WIllIaM Ian MIller