Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Side 41
43
honum í skilning um að hann hafi rangt fyrir sér, að hann sé búinn að tapa
eða eigi örugglega eftir að tapa.
Hvað með að leggja eld að eigin skipaflota? Ekki er nóg með að ómet-
anlegri fjárfestingu hafi þá verið verið sólundað, því að möguleikinn á
að snúa aftur til baka eftir skipulagða innrás hefur einnig verið að engu
gerður. Með þessu móti tekur maður ógnina í eigin hendur og nýtir yfir-
burðina sem hún færir, ekki aðeins til þess að hafa áhrif á óvininn, heldur
einnig eigin mannskap. Flótti er ekki lengur valmöguleiki.12 Skipabrenna
er fyrst og fremst ógnandi vegna þess að hún sýnir að menn eru tilbúnir til
að þjást og skeyta ekki um eignatap. Þetta er eitt af því sem átt er við þegar
talað er um skuldbindingu og sýnir um leið að hún hefur bit; innrásarliðið
kemst hvergi og getur ekki heldur hörfað.
Á móti kemur að sumir þurfa að leggja mikið á sig til að virðast mein-
lausir. Í þeim heimi sem lýst er í íslensku fornsögnunum bundust menn
samtökum um að tortíma þeim sem varð of ógnandi til lengdar. Skýrasta
dæmið um þetta er Gunnar í Njáls sögu. Þegar til lengri tíma er litið getur
því verið sterkari leikur að þykjast meinlaus.
Hvað þá með þrekvaxna náungann sem vill ekki að stærð hans veki ugg;
hvað með svarta unglinginn sem vill að fólk skynji að hann hafi ekkert illt
í hyggju? Og hvað með þig, já þig, roskinn fræðimanninn, ef þú bíður á
götuhorni og sá sem á að sækja þig er of seinn? Hvers konar hegðun gefur
til kynna að gild ástæða sé fyrir því að gera það sem ekki má; að drolla á
götuhorni? Þetta gera vasaþjófar, rónar, fíkniefnasalar, aldraðir rugludallar
og mellur. Maður kíkir á klukkuna, setur upp óþreyjusvip, ofleikur, tekur
upp símann; svipast stöðugt um eftir bílnum og blínir eirðarlaus á skjáinn
um leið og maður þykist senda sms.
Pælið í því hversu margt af því sem gert er á almannafæri hefur þann til-
12 Magnað tilbrigði skipsbrunastefsins má sjá í tilviki Sverris Noregskonungs, svika-
hrapps sem hrifsaði til sín krúnuna með gáfum sínum, seiglu og herkænsku. Á
meðan óvinaherinn nálgast skipar Sverrir mönnum sínum að yfirgefa skipin og
skilja þar með þau og allar eigur þeirra eftir í höfninni: „Svá hefir sjálfr Sverrir
konungr sagt at hann mátti því helzt hœlask at eigi myndu mörg dœmi til þess vera
at flóttamenn hefði svá skilizk við fjárhlut sinn eða skip sem þeir gerðu, ok sagði at
eigi væri enn víst nema ýmsir nyti fjár eða klæða“; Karl Jónsson, Sverris saga, Íslenzk
fornrit XXX, Þorleifur Hauksson gaf út, Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag,
2007, bls. 53. Þar sem þeim lá ekki á að bjarga eigum sínum var ógnunin fólgin í
biðinni eftir einhverju klækjabragði frá Sverri: „Látið ykkur ekki detta í hug að við
munum ekki koma aftur að sækja eigur okkar, auðvitað er þessi „gjöf“ of góð til að
vera ósvikin.“
HAFT Í HóTUNUM