Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Qupperneq 42
44
gang að koma öðrum fyrir sjónir sem eðlileg hegðun og sýna að maður sé
ekki viðsjárverður. Maður er á leið yfir götu, þar sem bílarnir bíða á rauðu
ljósi, þá rifjast skyndilega upp að eitthvað gleymdist í vinnunni og and-
artaki áður en stefnunni er breytt bregður maður fyrir sig uppgerðarlátum
til þess að sýna að mistök hafi orðið, meira að segja þar sem enginn er nær-
staddur. Hægt er að setja upp ýktan svip, eins og til að segja: „Djöfull ég er
vitlaus!“ Svo má slá sig á ennið eða ranghvolfa augunum. Þetta er bara gert
til þess að láta vita að maður sé ekki klikkaður, því að fólk gæti haldið að
eitthvað sé að þeim sem snýr við á miðri akrein eins og ekkert sé.
En svo er alveg sérstök tegund af ógn sem skapast þegar er lagt upp úr
því að vera ekki ógnandi: Garpar Íslendingasagnanna, Skarphéðinn Njálsson
er einn þeirra, nota hana af stillingu til þess að fá sínu framgengt. Ástæða
gæti verið til að óttast ef í ljós kemur að menn leggja mikið á sig til að ógna
engum. Er það sjúkleg tortryggni að óttast að alúðin sé til þess ætluð að
maður slíðri vopnin, svo að hægt sé að leggja til óvæntrar atlögu?
Erving Goffman færði einu sinni rök fyrir því, í dásamlega vænisjúkri
ritgerð, að eðlilegu yfirbragði væri síst treystandi, í því felst mesta ógnin,
af því það kallar fram kæruleysi og þá liggur landið berskjaldað fyrir
fjandmönnum, svikum eða öðrum óþægilegum, óvæntum uppákomum.13
Skæruhernaður, jarðsprengjur og svikamyllur eiga það sameiginlegt að
láta menn gjalda fyrir traust sitt á eðlilegu yfirbragði. Hin greiða braut
reynist sprengjum stráð, brosið er uppgerð. Vitanlega er ekki ávallt logn á
undan storminum, en það gerist nógu oft til þess að stillan getur sjálf orðið
óþægileg, ógnandi, í raun og sannleika. Fáfarið stræti að næturlagi er ógn-
vænlegra en fjölfarin gata. Og friður? Vinir? Undirsátar? Og í fjölskyldum
hinna konungbornu eða aðalsmanna: Synir, bræður, feður og frændur?
Svo virðist sem stór hluti lífsins fari í bið eftir næstu ágjöf.
Enska orðið threat er engilsaxneskt (þreát) en þýðir einfaldlega mann fjöldi
eða flokkur; það var notað til að skýra latneska orðið turba. Mannsöfnuður
boðar yfirleitt ekki góðgirni, svo að neikvæð merking festist við turba og
threat. Samkvæmt kenningu Hobbes – með viðbót frá dýraatferlisfræð-
ingum – gefur einstaklingur af sömu dýrategund, áður en nokkuð annað
kemur til álita, öðrum tilefni til að gjalda varhug, að búast við hættu, ógn.
Hættustigið ræðst af kyni, karldýr sumra tegunda er uggvænlegra, kvendýr-
ið hjá öðrum, og svo þarf að taka tillit til aldurs, þótt það sé afar breytilegt.
13 Erving Goffman, „Normal Appearances“, Relations in Public: Microstudies of the
Public Order, New York: Basic Books, 1971, 6. kafli.
WIllIaM Ian MIller