Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Síða 46
48
Svo ekki sé minnst á hinn útsmogna Henry Beauclerc, verðandi Hinrik
I Englandskonung, sem spjallaði kumpánlega við mann að nafni Conan
um fallegt útsýnið úr háum turni áður en hann hrinti kauða fram af. Eftir
að þessi saga spurðist út þurfti Hinrik sjaldan að vera svo „stuðandi“, en
Róbert af Bellême hafði hins vegar slíka nautn af því að sýna óvæntan
skepnuskap að hann lét kylfu ráða kasti mun oftar en nauðsynlegt var til
að viðhalda ógnaryfirburðum sínum.20 Það er meira að segja ákveðin hótun
fólgin í því að sýna óbilandi sjálftraust við erfiðar aðstæður, eins og þegar
Rómverjar, í miðju umsátri, buðu hærra verð en þeir þurftu í landskikann
þar sem liðsveitir Hannibals höfðu komið upp búðum sínum − landið var
falt fyrir lítið, þar sem eigandinn hafði verið drepinn og Hannibal lagt það
undir sig − tilboð Rómverjanna miðaðist við markaðsverð fyrir umsátrið.21
Rökrétt rökleysa?
Hamlet sagðist myndu „bregða á óðs manns æði“,22 þykjast ganga af göfl-
unum, þessi ráðstöfun hans var hluti af markvissri áætlun um hefnd.
Enginn veit hvort hann gerði sér upp æðið; líklega vissi hann það ekki
sjálfur. Látum það liggja á milli hluta, enda fór svo að furðulegt hátterni
hans og vanmáttur til að hrinda ráðagerðum í framkvæmd hratt og kald-
rifjað reyndust hans besta endurgjald, samt beitti hann sjálfan sig ofsafeng-
inni sjálfshirtingu fyrir að bregðast ekki hraðar við. Eiginleg hefnd hans á
Kládíusi var ekki klúðrið og hrakfarirnar sem kostuðu móður hans lífið,
hann sjálfan, Laertes og Kládíus, heldur hafði ófyrirsjáanleg framganga
hans þá fyrir löngu gert Kládíus að taugahrúgu, svo mjög að hann kom
aftan að sjálfum sér með því að bregða á lymskuráð sem snerist síðan í
höndunum á honum. Hvað hefði leikritið orðið langt ef Kládíus hefði ekki
skipulagt einvígi þeirra Hamlets og Laertes? Og jafnvel þegar Hamlet
neyðir Kládíus til að innbyrða eigið eitur á Hamlet jafnlangt í land og
nokkru sinni að ná fram hefndum fyrir föður sinn. Á því augnabliki er
hann nefnilega heltekinn af örvæntingarfullri bræði, hann hefnir móður
sinnar og eigin dauða. Vesalings vofa föðurins er ekki inni í myndinni.
20 Sama heimild.
21 Frontinus, Strategems III.18, í The Strategems and The Aqueducts of Rome, þýð.
Charles E. Bennett, Cambridge MA: Harvard University Press, 1961, bls. 263.
22 William Shakespeare, Hamlet, þýðandi Helgi Hálfdanarson, Reykjavík: Heims-
kringla, 1970, bls 37.
WIllIaM Ian MIller