Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Side 48
50
leik spillir ekki fyrir Normönnunum, hún er áminning um að þeir eru þá
þegar illræmdir. Þeir vilja bara sjá til þess að Grikkirnir reyni á eigin skinni
að hryllingssögurnar sem fara af þeim séu engar ýkjur. Normannarnir
höfðu fullkomnað þá list að klæða ógnina í trúverðugan búning, hún var
áhrifamikil jafnvel þegar óvíst var að þeir gætu staðið við stóru orðin.
Sérlega snjallt var að færa sendiboðanum betri fola. Með því að draga
enga dul yfir sjónarspilið styrktust áhrif hrollvekjunnar. Bara smávægilegt
grín félagi, ekkert illa meint; hérna færðu nýjan hest. Einnig felast skilaboð
í því að nýi folinn sé meiri gæðingur: Þeir eru reiðubúnir að greiða upp-
sett gjald fyrir sýninguna, þetta er það sem Zahavi kallaði hömlun, að sýna
að maður sé svo vel á sig kominn að maður getur bruðlað með alla hluti,
meira að segja barist með aðra hönd bundna fyrir aftan bak, eins hamlandi
og það annars er.24
Í mörgum miðaldaheimildum er reiði, hvort sem hún er leikin, sviðsett
eða ósvikin, þáttur í stærri áætlun um að ná yfirráðum eða verja rétt, en
tilfinningin sem þessar frásagnir vekja er að ofsinn sé oft svo stílfærður að
heiftin komist ekki til skila nema hjá þeim sem hefur af mikilli natni áunnið
sér frægð fyrir bitran ávöxt þessarar reiði, jafnvel þegar hún er sett á svið.
Skipulögðu bræðisköstin voru einnig þáttur í því að byggja upp ímynd
hörkutólsins sem ekki borgaði sig að eiga í útistöðum við, það er að segja
ef þau voru leikin á sannfærandi hátt. Að reiðast ekki við slíkar aðstæður
gaf auðvitað til kynna að viðkomandi stæði höllum fæti í baráttunni um
viðhald karlmennskunnar.25 Að öðrum kosti getur verið að vinalegt við-
mót − Róbert frá Bellême − undirferli Hinriks I og Haralds hárfagra − sé
ógnvænlegra en bræðisköstin.
Að hafa útlitið með sér
Ef Guillaume d’Orange stekkur upp á nef sér af minnsta tilefni, öllu held-
ur þegar hári er kippt úr skeggi hans (augljóslega til að espa hann upp),
hvor leikur þá á hinn? Fyrirsjáanleg reiði getur verið ógnvænleg, en þar
kemur krókur á móti bragði, og hana má nota gegn fólki, ekkert síður en
24 Amotoz Zahavi, „Mate Selection: a Selection for a Handicap“, Journal of Theoretical
Biology 53/1975, bls. 205−214. Reglan er sú að ef leikaraskapurinn á að hafa tilskilin
áhrif verður að vera ljóst hversu kostnaðarsamur hann er.
25 Við getum tekið liðsmenn Roberts Curthose sem dæmi en þeir hvöttu hann til
að bregðast reiður við þegar bræður hans, Rufus og Henry, migu á hann: Orderic
Vitalis, Historia ecclesiastica, ritstj. og þýð. Marjorie Chibnall, 6. bindi, Oxford:
Clarendon Press, 1969−1980, bls. 356−359.
WIllIaM Ian MIller