Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Síða 50
52
þau skila? Er hann einfaldlega svona skarpskyggn? Nei. Hann ræður ekki
alltaf við sig. Hann veit einungis að hann græðir mest á því að koma til
dyranna eins og hann er klæddur. Við vitum að berserksgangur Egils var
honum fremur til gagns en falls af því að hann lét ekkert tækifæri ónotað
til þess að yrkja um ótilhlýðilega ávinninga sína, af jafnmikilli natni og
Normannarnir gættu þess að sögur af sigrum bærust um víðan völl.
Samt sem áður hefði verið ónauðsynlegt að grípa svo oft til ofbeldis ef
Egill var í raun ógnvekjandi. Þetta er gild röksemd. Schelling ræddi efnið
fyrir löngu, þótt umdeilanlegt sé hvort það lýsi öllum tilvikum þar sem
ógn kemur við sögu: Ef gera þarf alvöru úr hótun er hún misheppnuð, hún
hafði ekki tilætluð áhrif sem hótun. Betra er að fá sitt fram með fáeinum
orðum eða svipbrigðum en að þurfa að taka slaginn. En Egill lítur ekki
á átök sem fórnarkostnað; honum finnst of gaman, nema, eins og hann
segir sjálfur, þegar við ofurefli er að etja, svo óhaminn er hann nú ekki.28
Í augum Egils er ofbeldi fyrst og fremst skemmtun og það á að færa tekju-
megin til bókar. Augljóst er hvernig hrifning hans á ofbeldi eykur ógnaryf-
irburði hans.
Og þegar ofbeldi Egils fellur undir það að vera rökrétt, og þjónar til-
gangi, má ganga út frá því sem vísu að hann fari yfir strikið. 29 Ekki versnar
staða hans við það, í sannleika sagt er þar skýring þess að ein af þremur
bestu Íslendingasögunum er um hann. Það að líta á hann ætti að nægja
til þess að mótaðili hans hörfi, meira að segja konungur sem hefur ríkari
ástæðu til að óttast skáldskapinn en hrottaskapinn.
Sviðsetning: Egill og Þórólfur bróðir hans hafa barist með hersveitum
Aðalsteins Englakonungs − líklega í orustunni við Brunnanburh sem lýst
er í skáldlegri færslu í Annál Engilsaxa fyrir árið 937 − þar féll Þórólfur.
Haldin er veisla í tilefni sigursins en stemningin er einkennileg og form-
leg, nánast eins og helgiathöfn tileinkuð ógn. Höfundurinn bregður út af
hefð fornsagnanna til þess að auka á óhugnaðinn með því að skjóta inn
lýsingu á Agli, af þeirri gerð sem venjulega kynnir persónu til sögunnar.30
28 Egils saga, 74. kafli: Egill segist geta tekið á sex mönnum ef hann er á við þrjá menn
og tólf ef hann er á við átta menn. Þetta segir hann í miðju strandhöggi þegar hann
vill drepa sér til skemmtunar eftir að hafa sloppið undan stórum hópi óvina og skellt
skollaeyrum við ráðum vina sinna. Sjá 46. kafla.
29 Sjá kafla 46, 58 og 74 í Egils sögu.
30 Egils saga er ekki hefðbundin fornsaga þar sem hún er í raun ævisaga Egils og
fyrstu mannlýsingar á Agli eru frá fæðingu hans og þær næstu þegar hann er aðeins
smástrákur. Endurteknar og óheillavænlegar mannlýsingar á Skarphéðni má einnig
finna í 120. kafla Njáls sögu þegar hann mætir Þorkeli hák á Alþingi.
WIllIaM Ian MIller