Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Qupperneq 51
53
Egill gengur inn í salinn, konungur skipar fólki að víkja úr óæðra öndvegi
og býður gestinum þar heiðurssæti.
Egill settisk þar niðr ok skaut skildinum fyrir fœtr sér; hann hafði
hjálm á hǫfði ok lagði sverðit um kné sér ok dró annat skeið til hálfs,
en þá skelldi hann aptr í slíðrin; hann sat uppréttr ok var gneyptr
mjǫk. Egill var mikilleitr, ennibreiðr, brúnamikill, nefit ekki langt,
en ákafliga digrt, granstœðit vítt ok langt, hakan breið furðuliga, ok
svá allt um kjálkana, hálsdigr ok herðimikill, svá at þat bar frá því,
sem aðrir menn váru, harðleitr ok grimmligr, þá er hann var reiðr;
[…] en er hann sat, sem fyrr var ritat, þá hleypði hann annarri brún-
inni ofan á kinnina, en annarri upp í hárrœtr; Egill var svarteygr
ok skolbrúnn. Ekki vildi hann drekka, þó at honum væri borit, en
ýmsum hleypði hann brúnunum ofan eða upp.31
Í skjótri svipan dregur Aðalsteinn konungur sverð sitt úr slíðrum og setur
armband sem hann hafði á sér upp á sverðsoddinn, og réttir sverðið yfir
langeldinn til Egils. Egill færir hringinn yfir á sitt sverð, sest aftur niður
og hefur drykkju.
Átti þetta að slá ryki í augu veislugesta? Skemmtidagskrá? Hreinn
skáldskapur? Já og nei. Markmiðið var, eins og þegar hrossinu var rekið
bylmingshöggið, að stressa viðstadda. Og það tekst, þrátt fyrir að kon-
unginum stafi engin hætta af Agli. Hann skynjar að gæfulegast sé að halda
þessum náunga góðum og bæta honum bróðurmissinn. Það verður þó að
segjast eins og er að Egill er ekki sá eini sem leikur sér að því að gera fólk
órótt, því að höfundurinn veitir honum dygga aðstoð með því að leggja
fram nægilegt efni til þess að lesandinn skynji eigin takmörk; hvað ef ruddi
eins og Egill settist við hliðina á okkur á barnum?
Í Englandi eru svona menn kallaðir „Yob“ og ég geri ráð fyrir að það
sé auðvelt fyrir háskólamenn að forðast þá (sem skýrir kannski að hluta
hvers vegna við lentum í akademíunni), en ekki fyrir þá sem þjóra á krám,
ekki heldur á tíundu öld, fyrir þá sem gjarnan vildu sitja að drykkju með
konungum eða grönnum sínum, nú eða langaði bara ræða um ljóðlist, því
31 Egils saga, Íslenzk fornrit II, Sigurður Nordal gaf út, Reykjavík: Hið íslenzka
fornritafélag, 1933, bls. 143−144. Sjá einnig hvernig reiði birtist í miðaldaheim-
ildum frá meginlandinu, þá gnístir fólk tönnum, svitnar, lyftir augabrúnum og
ranghvolfir augunum. Stephen D. White, „The Politics of Anger“, Anger’s Past:
The Social Uses of an Emotion in the Middle Ages, ritstj. Barbara H. Rosenwein, Ithaca:
Cornell University Press, 1998, bls. 135−136.
HAFT Í HóTUNUM