Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Side 53
55
Mér er ókunnugt um annað eins snilldardæmi um lýsingu á ógnvaldi
þar sem úrdrætti er beitt sem stílbragði. Það var ekki aðeins glottið, munn-
lýtið, föla yfirbragðið, kænskan eða bardagafimin, því að það var tilfinn-
ingin fyrir því hve mjög hann lagði á sig til að vera „vel stilltur“ og hafa
stjórn á hlutunum sem ögraði. Lykillinn er falinn þar sem ómögulegt er að
látast: í fölvanum, tönnunum. Og þótt það megi gera sér upp bros fer ekki
milli mála að glott hans var ósvikið, þótt það væri oftar en einu sinni sett á
svið í því skyni að vekja ótta með því að vera dálítið óviðeigandi.
Stjórnkænskusnillingurinn: Hvamm-Sturla
Egill og Skarphéðinn voru yfirburðamenn vegna ógnvekjandi líkams-
einkenna, vits og klókinda. Þreknum karlmönnum sem ekki sýna óttamerki
gengur vel í kaupskap og samningum þar sem mikið er lagt undir, raunar
einnig þeim sem ekki eru ákaflega miklir vexti að því tilskildu að aðrir ótt-
ist að þeir svífist einskis. En nú er mál að skipta um gír og snúa talinu að
þeim sem hvorki eru sérlegir atgervismenn né kappar, en eru þó ósmeykir
og í aðstöðu til að láta aðra drepa fyrir sig. Lokahluti þessarar ritgerðar
segir frá málaferlum þar sem slíkur maður kom við sögu.34
Ágreiningurinn er um hver sé erfingi jarðeigna Þóris auðga. Athygli
verður að mestu leyti beint að Sturlu, sem rekur málið fyrir hönd tengda-
föður síns, Böðvars, en hann var skyldur systur Þóris auðga. Mótherjar
þeirra voru Páll, auðugur og áhrifamikill klerkur, og kona hans Þorbjörg.
Þorlaug dóttir þeirra var gift Þóri auðga. Illdeilur þessar eru einhver
þekktasta lagaþræta Íslandssögunnar, réttilega, eins og verður skýrt þegar
líður að niðurstöðum. Þær draga nafn sitt af jörðinni Deildartungu, sem
kallaðist þó aðeins Tunga áður en um hana var deilt.
Við grípum niður í deilurnar þegar Jón Loftsson, valdamikill höfðingi
og klerkur sem tók að sér að gera um málin, hefur dæmt Páli meirihluta
34 Þegar ég kenndi námskeið í samningaviðræðum fyrir nokkrum árum notaði ég
umrætt mál; þar sem mér þótti það bjóða upp á betri dæmi en tilgerðarleg sýn-
ishorn sérfræðinga í samningafræðum – sem teljast til vísinda þar sem nemendur
fá að spreyta sig á þeim og vinna úr niðurstöðunum.
HAFT Í HóTUNUM
Deiluaðilar 1 Deiluaðilar 2
Páll, tengdafaðir Þóris auðga Böðvar, sem flytur mál systur Þóris auðga
Þorbjörg, kona Páls Sturla, tengdasonur Böðvars
Síðar, Jón Loftsson