Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Page 54
56
eigna Þóris auðga, sem metnar eru á um 400 hundraða. Þórir auðgi og
kona hans höfðu farið utan og gengið til Rómar. Í ferðinni eignuðust þau
soninn Björn, en ekkert þeirra átti afturkvæmt til Íslands, dauðinn sótti
þau í þessari röð − fyrst Þóri, þá Björn og loks Þórlaugu − sem beindi
öllum eignum Þóris til Páls, en hann var erfingi dóttur sinnar. Böðvari
finnst Páll fullheppinn miðað við að líkurnar voru ekki nema einn á móti
sex, en sönnunargögn um röð dauðsfallanna berast til Íslands með engum
öðrum en nýskipuðum biskupi, sem flutti vitnisburð sjónarvottar sem naut
virðingar.35 Jón dæmir Böðvari 40 hundruð, tíunda hluta eignanna, fyrst
og fremst til þess að friða hann. Böðvar hafði áður lagt undir sig bæinn
Tungu og með því að bjóða honum 40 hundruð vona þeir Páll að hann
fari í friði. (Böðvar hafði hlaupið illilega á sig þegar hann krafðist í fyrstu
aðeins 40 hundraða fyrir hönd systur Þóris. Hann áttaði sig fljótlega á
þessum afglöpum og hækkaði kröfuna upp í þriðjungshlut, en það var þá
um seinan. Jón Loftsson úthlutaði honum þeirri fjárhæð sem hann hafði
upphaflega krafist.)
Böðvar neitar að flytja frá Tungu, sem leiðir af sér nýjar kröfugerðir og
ný gagntilboð. Skotið er á fundi til þess að þvinga fram handsal gerðardóms-
ins eða, að öðrum kosti, að komast að haldbæru samkomulagi. Fundarmenn
eru Böðvar, Sturla tengdasonur hans, og þau hjónin Páll og Þorbjörg. Þau
karpa um hríð. Fyrir báða deiluaðila er samningsstaðan óljós og því er erfitt
að komast að samkomulagi. Það vinnur með Páli að hann er búinn að færa
gild rök fyrir því að erfðaréttur hans byggist á traustari lagalegum grunni;
samkvæmt gerðardómnum átti hann einnig allt erfðaféð að því einu tilskildu
að hann greiddi Böðvari tíu prósent. Að baki honum, þó ekki á fundinum,
stóðu auk þess valdamiklir menn. Það vinnur með þeim Sturlu og Böðvari
að á fyrri stigum deilunnar hafði sá síðarnefndi tekið Tungu og hann ætlar
ekki að flytja fyrr en hann fær sinn þriðjung, 160 hundruð (ef gert er ráð
fyrir að átt sé við stórt hundrað, sem er 120). Förum á fundinn:
Þorbjörg, kona Páls, var grimmúðig í skapi ok líkaði stórilla þóf
þetta. Hon hljóp fram milli manna ok hafði kníf í hendi ok lagði til
Sturlu ok stefndi í augat ok mælti þetta við: „Hví skal ek eigi gera
þik þeim líkastan, er þú vilt líkastr vera, − en þar er óðinn?“36
35 Sturlu saga, í Sturlunga saga, 1. bindi, Guðni Jónsson gaf út, Reykjavík: Íslend-
ingasagnaútgáfan og Haukadalsútgáfan, 1948, 30. kafli.
36 óðin er eineygður, lævís og svikull. Í rás sögunnar kemur í ljós að þegar Þorbjörg
líkir Sturlu við óðin þá sé honum í raun rétt lýst. Jafnvel í miðju bræðiskasti missir
WIllIaM Ian MIller