Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Blaðsíða 55
57
Ok í þvi var hon tekin. Ok stöðvaðist lagit ok kom í kinnina, ok
varð þat mikit sár. Síðan hljópu upp menn Sturlu ok reiddu vápnin.
Þá mælti Sturla: „Vinnið ekki á mönnum, fyrr en ek segi, hvar
niðr skal koma.“
Böðvarr var ok óðr mjök.
Þá mælti Sturla: „Setist menn niðr, ok tölum um sættina, ok
þurfu menn eigi hér at lýsa vanstilli fyrir þessa sök, því at konur
kunnu með ýmsu móti at leita eftir37 ástum, því at lengi hefir vin-
fengi okkart Þorbjargar verit mikit.“ Hann hafði höndina at andlit-
inu ok dreifði blóðinu á kinnina ok mælti, „Þess er mest ván, at vit
Páll munum sættast á okkur mál ok þurfi menn ekki hér hlut í at
eiga, ok setizt niðr, Páll mágr.“
Þá svarar Páll: „Ræða vil ek víst um sætt við Böðvar, en þó lízt mér
þetta umræðuvert, sem nú hefir í gerzt, at snúa nökkut áleiðis.“
Sturla svarar, „Ræði menn fyrst um sættir með ykkr Böðvari
[erfðadeilurnar]. Einskis er þetta vert, ok munum vit Páll mágr ræða
um þetta [bætur fyrir sárið á Sturlu] síðar.“
Þá sættust þeir Böðvarr, ok lét Páll þá gangast þá hluti, at áðr
höfðu í millum staðit. Ok var þá lokit málum á þá leið, at Böðvarr
skyldi hafa þriðjung þess fjár, er Þórir hafði átt.38
Böðvar fékk, með öðrum orðum, allt sem hann bað um. Það var vegna þess
að Sturla hafði meistaraleg tök á samningaviðræðum, hótaði af snilld, og
hvernig hann notfærði sér yfirburðina sem féllu honum í skaut af mikilli
stjórnkænsku, eða, réttara sagt, sem hann fékk beint í andlitið. Þorbjörg,
kona Páls, missir stjórn á skapi sínu, frávita af því sem hlýtur að hafa verið
hæfni Sturlu til þess að semja, pretta, hæða, pirra, æsa, hindra og tefja.
Þau hjón áttu óskoraðan rétt; saman hefði dómurinn um erfðarétt og síðar
gerðin, tryggt þeim allt, eina frávikið frá upphaflegri kröfu, eins og áður
sagði, var tillaga gerðardómarans um tíu prósent „umbun“ handa Böðvari,
í friðarins þágu.
Þegar Þorbjörg lagði til Sturlu færði hún andstæðingum sínum það
sem þeir þörfnuðust helst: Gilda lagakröfu þar sem lögin og siðferðið voru
jafnaugljóslega þeirra megin og blóðið sem lagaði úr sárinu. Nú er hann
Þorbjörg ekki húmorinn.
37 Sturla leikur sér hér að orðasambandinu að leita eftir sem þýðir bæði að falast eftir
og að reka mál.
38 Sturlu saga, bls. 174−175.
HAFT Í HóTUNUM