Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Page 59
61
þegar á hólminn er komið, eða fær bakþanka þegar reynir á kostnað eða
áhættu; það er þess vegna sem kemur sér vel að vera talinn dálítið galinn,
þá standa kostnaður og áhætta síður í vegi fyrir því að maður standi við
heitingar sem í raun hefði verið betra að hafa aldrei haft í frammi.
Feykimikið hefur verið skrifað um leiðir til að sannfæra mótherja um
að hótun sé ekki aðeins orðin tóm, jafnvel þó að sú sé raunin. Maður
þarf ekki bara að „bregða á óðs manns æði“ til að ljá hótun sinni trúverð-
ugleika. Lesa má um „aukaveð“ og „baktryggingu“ í þeim tilvikum sem
mál dregst á langinn en í þeim felst eftirfarandi: Aukaveð byggir á aðkomu
þriðja aðila, til dæmis magnar M upp hótun sína í garð N með því að sam-
þykkja að afhenda P jarðareign eða dóttur sína ef N gengur ekki að kröfum
M. N er auðvitað upplýstur um samning M við P og veit því að það muni
kosta M skilding að gera ekki alvöru úr hótuninni. Baktrygging er eins og
antabus fyrir alkóhólista sem treystir sér ekki til að segja „nei“ ef honum
er boðið í glas. Á meðan hann heldur viljanum til að hætta gleypir hann
pillu sem hann verður fárveikur af fái hann sér svo mikið sem einn sopa af
áfengi þegar að því kemur, sem hann grunar, að hann falli í freistni.
Af því að fyrir kemur að menn hörfa ekki fyrir hótun, hvort sem er
sannri eða falskri, er mögulegt að ódýrara sé að standa við aukaveðið sem
átti að ljá hótuninni trúverðugleika, heldur en að láta verða af illvirkinu,
sem kann að reynast kostnaðarsamara en var fyrirséð, og þá þarf að vera
mögulegt að gera það með reisn, að glata sem minnstri virðingu. Leikinn
ógnvaldur hlýtur að þjálfa af listfengi upp hæfileikann til að hopa, ekki
síður en að byggja orðstír sinn á ógnarstyrk. Tildrög þess að Sturla sendi
Böðvar í sinn stað til að hóta Jóni hljóta að vera þau að hann þurfti að firra
sjálfan sig ábyrgð ef illa tækist til. Böðvar einn var lítillækkaður.
Það er pressa á Sturlu sem samþykkir að Jón taki gerðina að sér en
hann er ekki hættur. Hann er jafn útsmoginn og frakkur flytjandi sem
notar meinfýsni og kaldhæðni þegar hann neyðist lúffa, eins og þegar hann
hafði bestu spil á hendi eftir hnífstunguna. Hann setur á svið gamanþátt.
Sturla stendur framan við bás sinn á Alþingi því að:
þat var oft háttr hans at setja á langar tölur um málaferli sín, því at
maðrinn var bæði vitr ok tungumjúkr. Vildi hann ok, at þat væri
jafnan frá borit, at hans virðing yrði viðfræg. Hann kvað nú svá at
orði: „Kunnigt mun mönnum vera um málaferli vár Páls ok um þá
svívirðing, er mér var ætluð at gera, ef fram kæmi. Ok olli því meir
hamingja mín en tilstilli þess, er gerði. Siðan var sætzt á málit ok selt
HAFT Í HóTUNUM