Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Side 65
68
viðkomandi deilur, eða eftirhreytur þeirra, voru enn yfirstandandi. Frá-
sögn in er ekki hlutlaus og höfundur breiðir hvergi yfir stuðning sinn við
kirkjuna og málstað Árna. Sagan ber þess líka merki að vera skrifuð fyrir
fólk sem veit sitt af hverju um samtíma sinn og samferðamenn. Höfundur
talar beint við lesandann eins og hann viti hver hann er, birtir sendibréf
og vísar til heimilda með aðferð sem ég veit ekki hvort lýsir hógværð góðs
kennara eða yfirlæti þess sem veit að hann hefur rétt fyrir sér. Þegar rætt
er um niðurstöður af þingum segir til dæmis: „Nú ef nokkurn forvitnar,
hvörjir hlutir skipaðir voru á þessu þingi lesi hann statúta þau sem bisk-
uparnir gjörðu“ (70). Frásögnin kallast þannig á við skjallegar heimildir
og er að því leyti fræðileg í nútímaskilningi, en átti sérstakt erindi við
eigin samtíma.4
Þótt fræðimenn hafi fram að þessu lítið fjallað um Björgvinjarferð Lofts
hefur margt verið ritað um hin átakamiklu stjórnmál á síðustu áratugum
þrettándu aldar. Í norskri sagnfræðihefð er litið mjög til ríkismyndunar-
innar sem þá átti sér stað en íslenskir fræðimenn hafa mest horft til svokall-
aðra staðamála hinna síðari sem hófust þegar Árni kom út til Íslands vígður
biskup og hélt fram þeirri stefnu að kirkja skyldi halda kirknaeignir en ekki
leikmenn.5 Fyrir komu lag kirkju valdsins í ríkinu er jafnan kjarni fræðirita
um stjórnmál þessa tíma enda var inn leið ing sjálf stæðrar kirkjustofnunar
umfangsmesti og flóknasti þáttur þeirrar nýju stjórn skip an ar sem unnið
var að og jafnframt umdeildust á meðan á breytingarferlinu stóð. Á hinn
bóginn hefur engin ein söguskýring orðið ofan á um eðli átakanna en full-
yrða má að oftast sé gert ráð fyrir að leikmannavald hafi háð varnarbaráttu
gegn ágangi kirkjuvalds.
Sjónarmiðið sem ég geng hér út frá er að allt frá fimmta áratug 13.
aldarinnar hafi norskir konungar unnið að því að breyta stjórnskipan rík-
isins í þá átt að þar færu tvær stofnanir með opinbert vald sem þær deildu
bróðurlega á milli sín. Áhersla var lögð á að skapa rými fyrir kirkjustofnun
sem færi með sjálfstætt vald yfir málasviði sem bar heitið andlegir hlutir.
Af því leiddi að vald konungs næði aðeins til veraldlegra hluta. Þessi skiln-
4 Þorleifur Hauksson, „Inngangur“, Árna saga, bls. vii.
5 Magnús Stefánsson skrifaði góða grein um þessi mál í Sögu Íslands: Magnús
Stefánsson, „Frá goða kirkju til biskupakirkju“, Saga Íslands III, þýðandi og ritstjóri
Sigurður Líndal, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1978 og merka bók um
staðamálin: Magnús Stefánsson, Staðir og staðamál. Studier i islandske egenkirkelige og
beneficialrettslige forhold i middelalderen, Skrifter 4, Björgvin: Universitetet i Bergen,
Historisk institutt, 2000. Ágætis grein er gerð fyrir staðamálum í mjög stuttu máli
hjá Einari Laxness, „Staðamál“, Íslandssaga a–ö, Reykjavík: Vaka-Helgafell, 1995.
Lára Magnúsardóttir