Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Side 66
69
ingur dregur fram annars konar sögu en ef gert er ráð fyrir varnarbaráttu
veraldarvalds gegn ágangi kirkjuvalds, því að samkvæmt mínum skiln ingi
var togstreita milli konungs og kirkju ekki aðalatriði. Fremur var um að
ræða samvinnu tveggja stofnana sem vissu að hverju var stefnt en þurftu að
semja um hvernig það yrði gert. Í þeirri sögu, sem þessi grein fjallar um,
skiptir röð atburða miklu máli. 6 Meginhluta 13. aldar stóð kirkjuvald eitt
og óskipt en ver ald ar valdið deildist í tvennt, því að hagsmunir höfðingja-
valdsins fóru ekki saman við stefnu konungs. Á þessu varð svo skyndileg
breyting eftir andlát Magnúsar konungs lagabætis árið 1280 því að þá
snerist konungsvaldið tímabundið á sveif með höfðingjum. Það var hin
eiginlega orsök ferðalags Lofts Helgasonar til Björgvinjar haustið 1282.
Fram á sjöunda áratug þrettándu aldar hafði Ísland verið konungslaust
þjóðveldi þar sem kirkja var vissulega starfrækt, biskupar höfðu nokkurt
vald og prestar hlutverk, en löggjöf um kristni var hluti almennrar lög-
gjafar sem gerði hvorki ráð fyrir konungsvaldi né kirkjuvaldi. Í Noregi
voru tengsl konungs og kirkju nokkuð skýrari, en löggjöf í landinu var
úrelt hvað þetta varðaði því að hún hafði ekki tekið mið af þeim breyting-
um sem orðið höfðu á sjálfri Rómakirkju á tólftu öld.7 Ef Íslendingar og
Norðmenn vildu áfram vera aðilar að vesturkristni var nauðsynlegt fyrir þá
að koma hlutunum svo fyrir að kirkjustofnuninni yrði gert kleift að vinna
samkvæmt þeim lögum sem giltu um starf stofnunarinnar. Kirkjunni þurfti
því að úthluta sjálfstæðu valdi yfir þeim andlegum efnum sem almennu
kirkjulögin sögðu til um. Innleiðing þessarar nýju stofnunar með sjálfstætt
vald þýddi, með öðrum orðum, að skilgreina þurfti stjórnskipan beggja
landa upp á nýtt og setja ný lög til samræmis þessum nýju aðstæðum.
Árna saga fjallar um þessar breytingar og þær deilur sem af þeim hlut-
ust. Í umfjöllun um hana þarf að gera greinarmun á stjórnskipunarlegum
þáttum deilnanna og því sem laut að almennri löggjöf, ásamt því að taka
tillit til aðstæðna í Noregi annars vegar og á Íslandi hins vegar. Þá má ekki
gleymast að pólitíska samhengið teygði sig lengra en vald Noregskonungs,
því að niðurstaða gat ekki orðið nema í sátt við Rómakirkju.
6 Sverre Bagge, „Kirkens jurisdiksjon i kristenrettssaker før 1277“, Historisk tids-
skrift 60/1981, bls. 133–159, hér bls. 143. Um mikilvægi atburðarásar vísar Bagge í
rannsóknir Jens Arup Seip, Sættargjerden i Tunsberg og kirkens jurisdiksjon. Doktors-
ritgerð lögð fram við Oslóarháskóla 1942. Bagge segir enn fremur: „Spørsmålet
blir om det går an å få et klarere intrykk av kronologien i denne prosessen og hvor
langt den var kommet på sættargjerdens tid…“, „Kirkens jurisdiksjon“, bls. 136.
7 Lára Magnúsardóttir, „Icelandic Church Law in the Vernacular 1275–1550“,
Bulletin of Medieval Canon Law, 23/2015, bls. 127–145, hér bls. 143.
LOFTUR HELGASON FER TIL BJöRGVINJAR