Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Side 67

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Side 67
70 Almennu kirkjulögin, sem höfðu verið samþykkt af keisara árið 1215 (gefin út 1234), gerðu ráð fyrir að kirkja væri stofnun sem hefði sjálfstætt vald yfir andlegum hlutum. Með því hafði hin gamla hugmynd um frelsi kirkju verið endanlega staðfest sem lagalegur og pólitískur veruleiki sem vesturkristin ríki urðu að taka afstöðu til hvert um sig. Frelsi kirkju þýddi að veita þyrfti kirkju sjálfstætt löggjafarvald og dómsvald innan hvers ríkis um andlega hluti, sem samkvæmt lögunum voru hvaðeina sem viðkom kristni og ástundun trúarbragðanna, þar með talið stofnunin sjálf og emb- ættismenn hennar. Til þess að kirkjan nyti sjálfstæðis gagnvart veraldlegu valdi í hverju ríki var nauðsynlegt að koma því svo fyrir í stjórnskipan og lögum að stofnunin gæti starfað samkvæmt almennu kirkjulögunum. Í pólitísku samhengi var umdeildast að samkvæmt þeim átti kirkja rétt til að skipa eigin embættismenn og ráða öllum málum þeirra, sem og kirkna og eigna sem þeim fylgdu, og hafa dómsvald yfir þeim. Konungar áttu aðeins tveggja kosta völ; að gangast inn á svipaðan samning við stofnunina og keisari hafði gert, eða teljast að öðrum kosti aðhyllast villutrú og yrðu ríki þeirra þá ekki aðilar að vestrænni kristni. Vegna þess að málefni kristni og kirkju höfðu í raun verið í höndum leik- manna þurfti samningur um rétt kirkju að bera í sér að leikmenn afsöluðu sér öllum kröfum til valds yfir andlegum hlutum. Slíkur samningur fól í sér viðurkenningu á gildi almennu kirkjulaganna innanlands og því að páfi réði kirkjustofnuninni, klerkum hennar og eignum. Þetta yrði ekki gert án þess að stokka upp skipan valds með tilheyrandi lagabreytingum. Með Magna Carta höfðu aðalsmenn á Eng landi þegar árið 1215 náð að mynda mótvægi við konungsvald því að samkvæmt þeim samn ingi urðu sumar ákvarðanir konungs háðar samþykki aðalsmannanna. Stefna Noregs kon- unga var hins vegar að valdið skiptist einvörðungu milli konungs og kirkju sem myndi leiða til rýrn unar á höfðingjavaldi og því er ljóst að í þessum málum fóru hagsmunir konungs og höfðingja ekki að öllu leyti saman. Í Noregi hefst formleg saga aðlögunar ríkisins að nýjum kirkjulögum með heimsókn eins helsta sendimanns páfa, Vilhjálms kardínála, til lands- ins árið 1247 þar sem hann krýndi konung að viðstöddu fjölmenni. Þarna voru tekin fyrstu skrefin að samningum um sjálfstæði kirkju í ríkinu eins og sést í skipan sem kardínálinn sendi frá sér í kjölfar samninganna.8 Í þessum 8 Skipan Vilhjálms kardínála (Privilegium Wilhelmi Sabinensis), prentuð á latínu og í norrænni útleggingu: DI I 546– 574. Latínuþýðing á texta skipunar Vilhjálms kard- ínála frá 1247 bendir til þess að frelsi kirkju hafi nánast verið skilið sem samheiti við andlega hluti. Pacificá libertate juristictionis omnium causarum spiritualium, DI I Lára Magnúsardóttir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.