Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Qupperneq 70
73
Hákon gamli lést árið 1263 og tók Magnús sonur hans þá við krúnunni.
Hann fékk við ur nefn ið lagabætir vegna umsvifa sinna í löggjafarstarfinu
sem hann tók við af föður sínum. Stuttu síðar urðu einnig kynslóðaskipti
hjá kirkjunni í Noregi og á Íslandi. Árið 1267 varð Jón rauði erkibisk-
up í Niðar ósi og tveimur árum síðar tók Árni Þorláksson við embætti
Skálholtsbiskups. Árni sat til ársins 1298 og var í veigamiklu hlutverki í
atburðarásinni um löggjafarmálin sem rakin er í Árna sögu. Fram til ársins
1280 sinntu Jón rauði og Árni endurskoðun og endurritun lag anna ásamt
Magnúsi lagabæti (var Árni raunar eini lýðbiskupinn sem tók beinan þátt
í þessu löggjafarátaki). Hafði hver um sig það verkefni að semja lög fyrir
sinn vettvang en leita jafnframt jafnvægis því að markmiðið var að koma á
tvíarma ríkisvaldi þar sem konungur hefði veraldlegt vald yfir veraldlegum
hlutum en biskupar andlegt vald yfir andlegum hlutum.18 Síðast en ekki síst
þurfti að fá lögin samþykkt og því var mikilvægt að löggjöfin tæki tillit til
sjónarmiða höfðingja.
Samningur um undirstöður ríkisins hlaut vitanlega að fela í sér mála-
miðlanir og aðlögun að öðrum lögum sem giltu í Noregi og á Íslandi.
Þar stóð hnífurinn í kúnni, því að nýja fyr ir komulagið hlaut að skerða
hagsmuni veraldlegra forystumanna og gera þá þar með að andstæðing-
um kirkjuvalds. Markmið þeirra var þó ekki að hnekkja kirkju og kristni,
heldur að koma í veg fyrir að þeir glötuðu því valdi sem þeir höfðu haft
yfir ákveðnum málaflokkum kirkjunnar og þá ekki síst eignum. Deilurnar
um kirknaeignir hér á landi frá 1269 til 1297 ganga undir heitinu staðamál
hin síðari. Grundvöllur þeirra var að hérlendis höfðu leikmenn haft yfirráð
yfir kirkjum og eignum sem þeim tilheyrðu og haft af þeim allan ávinning
en nú var stefnt að því að kirknaeignir yrðu sérstakur málaflokkur undir
andlegu málasviði kirkju.19
að allt of langt mál er að telja það allt upp í þessari grein. Þar má einnig benda á
grein með broti úr annál eftir Guðrúnu Ásu Grímsdóttur, „Brot úr fornum annál“,
Gripla X/1998, bls. 35–48.
18 Um innleiðingu á tvískiptu stjórnkerfi á Íslandi, sjá Láru Magnúsardóttur Bann-
færing; Magnús Lyngdal Magn ús son, „Inngangur“, „Kristinréttur Árna frá 1275.
Athugun á efni og varðveizlu í miðaldahandritum“, bls. 49; Gunnar F. Guðmunds-
son gengur út frá tvíarma stjórnkerfi á síðmiðöldum í bók sinni Íslenskt samfélag
og Rómakirkja: Kristni á Íslandi II, ritstj. Hjalti Hugason, Reykjavík: Alþingi, 2000.
Sjá einnig Guðrúnu Ásu Grímsdóttur: „Formáli I“ (að Árna sögu bisk ups), Bisk-
upasögur III, Íslenzk fornrit XVII, Guðrún Ása Grímsdóttir gaf út, Reykjavík: Hið
íslenska bókmenntafélag, 1998, bls. xxx; Magnús Stefánsson, „Frá goðakirkju til
biskupakirkju“, bls. 121.
19 DI II 54 og DI II 150.
LOFTUR HELGASON FER TIL BJöRGVINJAR