Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Blaðsíða 73
76
stjórnskipunarlög, sem var nýmæli. Með henni afsalaði konungur sér rétt-
inum til að hafa afskipti af andlegum hlutum og kirkju sem fékk yfir þeim
fullt vald:
En herra konungurinn gaf upp fyri sig og sína erfingja og eftirkom-
andi eilíflega allt vald og tilkall, ef hann hefur nökkurt haft hér til
að heyra eða prófa eða úrskurð veita þeirra mála sem heyra til kirkj-
unnar, fyrir bjóðandi fastlega öllum sýslumönnum og lögmönnum
konunganna, svo nær sem fjarri, svo verendum sem tilkomendum,
um allt ríkið að þeir dirfist eigi þess að dæma um þessi mál, né hluti
sig nokkurs kyns í þau af fyrnsku nokkurrar venju er konungarnir
hafa haft, eða sýnist haft hafa fyrr meir, heldur skulu þesskyns mál af
kirkjunnar dómara frjálslega skipast og skýrast ...26
Á móti gerði kirkja ekki valdakröfur fram yfir það sem stóð í sættargerð-
inni og samræmdist skiln ingi almennu kirkjulaganna á því hvaða hlutir
teldust andlegir. Sættargerðin var stjórn skip un arlegs eðlis og frekari lög-
gjöf kallaðist þess vegna á við hana. Þeir hlutir sem kirkju tilheyrðu eftir
þetta voru betur skilgreindir en áður og töldu nú bæði kirknaeignir og
klerkastéttina. Það þýddi að ef klerkur kom við sögu í dómsmáli, þá taldist
það andlegt og það átti einnig við ef um var að ræða ágreining um eignir
sem guði eða dýrlingum höfðu verið færðar að gjöf.27
Um það leyti sem sættargerðin var sett saman í Björgvin sendi konung-
ur lögbók til Íslands sem kölluð hefur verið Járnsíða. Hún var lögð fram
á Alþingi fyrir hönd konungs árið 1271 og samþykkt að hluta 1272 og
lögleidd árið 1273.28 Þessi lögbók fjallaði aðeins um þá hluti sem heyrðu
undir veraldarvald samkvæmt skilgreiningum sættargerðarinnar og til
samræmis við það var biskup skipaður valdsmaður yfir andlegum hlutum
í Járnsíðu. Þar var honum var stillt upp sem jafningja konungs sem réði
veraldlegum hlutum:
Eru þessir tveir, annar konungur en annar byskup. Hefir konungur
af guði veraldlegt vald til veraldlegra hluta, en byskup andlegt vald
til andlegra hluta og á hvárr þeirra að styrkja annars vald til réttra
26 DI II 150.
27 Upptalning á þeim málefnum sem kirkja hafði dómsvald yfir skv. sættargerðinni
1277 er í Lára Magnúsardóttir, Bannfæring bls. 353.
28 Sjá t.d. Sigurð Líndal, „Hvers vegna var Staðarhólsbók skrifuð?“, bls. 288.
Lára Magnúsardóttir