Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Side 74
77
hluta og löglegra og kennast við sig að þeir hafa vald og yfirboð af
sjálfum guði en eigi af sér [...]29
Alþingi samþykkti sumt en gerði ýmsar athugasemdir við Járnsíðu sem
var send aftur til konungs til frekari skoðunar. Athugasemdirnar sner-
ust þó ekki um stöðu kirkjunnar og árið eftir setti Magnús ein landslög
fyrir Noreg sem náðu aðeins til veraldlegra hluta og veraldlegs valds með
sömu rökum og segir í ofangreindum Járnsíðukapítula.30 Auð sætt er að
Magnús konungur lagabætir felldi sig við sjálfstætt kirkjuvald og vann að
sínum mál um samkvæmt þeirri skipan sem skildi milli andlegs og verald-
legs valds.
Árið 1275 lagði Árni biskup fram kristinrétt sinn fyrir Alþingi Íslendinga
þar sem hann var lögtekinn. Þar er aðeins fjallað um andlega hluti og þótt
kristniréttur væri í fullu samræmi við lög almennu kirkjunnar tók útfærsla
laganna einnig mið af þeim lögum sem konungur vann að fyrir verald-
lega sviðið, enda var markmiðið heildstæð löggjöf fyrir ríkið. Í stjórnskip-
unarlegu samhengi voru stærstu nýmæli hins nýja kristinréttar þau að þar
er gert ráð fyrir kirkju sem sjálf stæðri valdastofnun sem færi með opinbert
vald, réði embættismönnum sínum að fullu og hefði eigin dómstóla.31 Þar
með hafði skipan sættargerðarinnar í Björgvin frá 1273 verið innleidd hér-
lendis og varð sættargerðin í Túnsberg 1277 því aðeins til staðfestingar.
Með kristin rétt inum var einnig lögfest það sem mestur styr hafði staðið
um, að stofnunin skyldi ráða kirkna eign um. Jafnhliða var staðfest vald
kirkju til þess að dæma um kirknaeignirnar sem hún skyldi halda og bann-
setja hvern þann sem skirrðist við að skila þeim. Bannfæringin leiddi af sér
29 Hér er notast við útgáfu Sögufélags á Járnsíðu með nútímastafsetningu: Járnsíða
og Kristinréttur Árna Þorláks sonar, bls. 69.
30 Kristindómsbálkur norsku landslaganna: Norges gamle Love indtil 1387: Ifölge
offentlig Foranstaltning og tillige med Understöttelse af det Kongelige Norske Videnskabers
Selskab. Bindi 2, Lovgivningen under Kong Magnus Haakonssöns Regjeringstid fra 1263
til 1280, tilligemed et Supplement til förste Bind, ritstj. R. Keyser og P. A. Munch,
Kristjanía: Det Kongelige Norske Videnskabers Selskab, 1848, bls. 23. Tilvitn-
anir í Norges gamle love eru merktar með skammstöfun titils, Ngl, númeri bindis
í arabískum tölustöfum og blaðsíðutali. Sjá einnig Prologus landslaga Magnúsar
konungs 1274, Ngl. 2, bls. 8. Í Noregi deildust veraldlegu lögin frekar niður, því
að samhliða landslögum voru þar einnnig sett lög um kaupstaði og bæi og þá sem
þar bjuggu (bylova). Einhvern tímann á þessum áratug, varla síðar en 1273, setti
konungurinn einnig saman Hirðskrá þar sem sambandi konungs og þegna hans
var lýst og á henni byggðust titlar og sérréttindi embættismanna og aðalsins, Ngl.
2, bls. 387–450.
31 Lára Magnúsardóttir, „Icelandic Church Law in the Vernacular“, bls. 142.
LOFTUR HELGASON FER TIL BJöRGVINJAR