Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Page 79
82
áður var nefnt var samið um þær sektir sem kirkja skyldi eiga árið 1272 og
það endurspeglaðist í þeirri skiptingu valds sem kemur fram í sættargerð-
inni frá 1273. Í sættargerðinni 1277 var svo orðalagsbreyting sem bætti við
ákvæði um að konungur skyldi eiga óskaddaðan rétt í dómsmálum kirkju.42
Um þetta virðist hafa verið deilt þegar Jónsbók var lögð fyrir Alþingi.
Í Jónsbók var Járnsíðukapítulinn um valddreifingu milli konungs og
biskups tekinn upp orðrétt43 en ekki er vitað hvernig upphaflegi texti
Jónsbókar var að öllu leyti.44 Árna saga varpar þó góðu ljósi á að í Jónsbók
voru greinar um málefni sem biskup taldi að ættu að heyra undir kirkju og
skyldi því hvorki getið í lögum konungs, né mætti hann sækja sök um þau.
Árni biskup var alfarið á móti því að samþykktar yrðu þær greinar laganna
sem stönguðust á við þau lög sem þegar höfðu verið sett um andlega hluti
eða sættargerðina: „því að þar stendur í að biskup skal lögsegja en ei leik-
menn yfir öllum sökum þeim sem heyra til heilagri kirkju prófa þær og
dæma, og svo það að virðulegur Magnús kóngur gaf kirkjunni undan sér
og sínum örfum og öllum eftirkomendum“ (80). Loðinn hélt einnig ræðu
á Alþingi 1281 sem rakin er í sögunni og sagði meðal annars: „Þér töluðuð
herra biskup að þér munduð fylgja bréfi Jóns erkibiskups, og sættarbréfi
þeirra Magnúsar kóngs og nýjum kristinrétt, og að guðs lög skyldu ganga
yfir lands lög, en því mun hvorugu af mér játað, og hvörgi kom ég þar
lands né lagar að svo sé nokkurs kóngs erindi undir fótum troðinn [sic!]
sem hér og þó mest af biskupunum“ (81–82).
Á þingsköpum hafði Loðinn þá skoðun að fyrst ættu menn að játa nýju
lögbókinni en biðja síðan um breytingar á því sem þeir teldu að betur
mætti fara (79). Í orðum hans fólst hótun um reiði konungs ef atkvæði féllu
öðruvísi og átti Loðinn þar við að þeir sem andmæltu honum yrðu dæmdir
til útlegðar fyrir landráð (83). Þrátt fyrir sundurþykki á þinginu 1281 fór
42 Ljóst er að hagsmunir kirkju og konungs höfðu verið ræddir ýtarlega í samhengi
við dómsvald kirkju þegar sætt argerðin var í smíðum. Þannig má sjá mun á upp-
kastinu frá 1273 og því sem varð niðurstaðan árið 1277 varð andi hagsmuni konungs
í dómsmálum kirkju. Árið 1273 segir í lok upptalningar á þeim málum sem kirkja
fengi dómsvald yfir: „og öll önnur mál sem sem kirkjunni tilheyra; samkvæmt
almennum rétti á hvaða hátt sem er.“ Eigin þýðing, sbr.: et omnes alie que ad
forum ecclesiasticum possent de iure comuni quoquomodo spectare, DI II 103. Í
sættargerðinni 1277 var komin inn viðbót um rétt konungs: „að [kirkjunnar] rétti
ósködduðum jafnan kon ungsins réttindum, í þeim málum hvarvetna þar sem af vel
prófaðri venju eða landslögum á konungi að gjaldast fjár sekt“, DI II 150.
43 Haraldur Bernharðsson, Magnús Lyngdal Magnússon og Már Jónsson, „Inngang-
ur“, Járnsíða og kristinréttur Árna Þorlákssonar, bls. 18.
44 Sigurður Líndal, „Hvers vegna var Staðarhólsbók skrifuð?“, bls. 291.
Lára Magnúsardóttir