Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Blaðsíða 82
85
um“ (86). Þótt Íslendingar hefðu engin tök á að fylgjast með því sem gerð-
ist í Noregi hörðnuðu deilur einnig á Íslandi (87). „Að liðnum þessum
vetri vóx af nýju óþykkja, millum biskups og Ásgríms einkanlega um mál
Lofts“, segir í Árna sögu (91). Herra Ásgrímur Þorsteinsson var handgeng-
inn konungi og mágur Lofts ráðsmanns í Skálholti. Hann vildi taka skatt
af heimamönnum Skál holts en Árni biskup bannaði það með þeim rökum
að honum þætti „ótrúlegt“ að það væri vilji kon ungs, enda væri Hólastaður
„frelsaður“ frá slíku (87). Þessi ágreiningur snerist um það hvort leik menn
sem störfuðu í þágu kirkju skyldu undanþegnir skatti eins og kirkjurnar og
hvort kóng ur eða kirkja hefði ákvörðunarvald þar um.
Um sumarið 1282, að því er virðist, barst svo óvænt frétt af því að bréf
hefði komið um utanstefnu Lofts til konungs og var hann þar kallaður
landráðamaður (88). Átti að taka hann höndum og reka í skip ef hann
vildi ekki fara. Þegar tekið er tillit til þess að fregnir bárust með skipum
til Íslands að vori og fóru frá landinu að hausti virðist sem Loðinn hafi
borið til konungs kæru á hendur Lofti eftir að samið var um sakirnar á
Eyrasandsfundinum, en að utanstefnan hafi ekki komið til vegna ágrein-
ings Lofts við Ásgrím þá um veturinn.
Um þessar mundir voru lög um kirkjugrið að taka á sig mynd en
utanstefnubréfinu fylgdi bann við því að skotið yrði skjólshúsi yfir Loft
í kirkjum nema í Skálholti (88).48 Hann leitaði engu að síður athvarfs í
Katrínarkirkju og svaf þar um hríð og tókst að koma sér undan hand-
töku (88–89). Ásgrímur stefndi Lofti til þings en Loftur kom sér einnig
undan því (92). Á móti bannfærði biskup Ásgrím fyrir að neita að endur-
greiða þann skatt sem honum hafði tekist að innheimta af heima mönn-
um í Skálholti. Í stefnu biskups til Ásgríms voru fleiri sakargiftir, svo að
Ásgrímur„hélt fram kóngs bréfi um […] lögsögn yfir kristn um rétti, og að
ei gangi guðslög yfir lands lög“ (91–92). Líkaði Ásgrími þetta illa og hafði
hann á héraðsfundum með bændum lýst „landráða sök á Loft, og taldi
kóngi alla pen inga hans. Hörð orð fóru og frá honum, til þeirra manna,
sem í mót bók höfðu mælt og að þeir væru allir utan stefndir“ (89). Stóð
því bann biskups yfir embættismanni konungs gegn útlegðarsókn á móti
embættismanni kirkju. Þótt Ásgrímur hafi stefnt öllum þeim utan á hér-
aðsfundum sem höfðu mælt gegn samþykki Jónsbókar er svo að sjá að
48 Sjá t.d.: „Svo er og staðfest að alla þá vandræðamenn sem komast á kirkjunáðir
skal sektalaust flytja til Noregs og koma þeim þar í kirkju eftir lögmanns ráði og
sýslumanns, utan þá sem kirkja á eigi að halda eftir lögum“, Jónsbók, Mannhelgi,
kap. 18, bls. 112.
LOFTUR HELGASON FER TIL BJöRGVINJAR