Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Page 88
91
því að tekist var á um skipan valdastofnana innan ríkisins, ekki síst skipt-
ingu dómsvalds, sem og almenna löggjöf. Frásögn Árna sögu af samninga-
fundinum á Eyrasandi eftir þinghaldið 1281 og af ferð Lofts Helgasonar
til Björgvinjar og pólitísku ástandi þar veturinn 1282–1283 sýnir hvernig
ágreiningurinn birtist á mörgum sviðum. Atburðir eins og deilur Ásgríms
og Lofts, undankoma hins síðar nefnda frá utanstefnu, samn inga fundurinn
á Eyrasandi, synjun konungs um að taka á móti Lofti með bréf biskups og
kirkjulega útför hins bannfærða Andrésar voru aðeins litlir blossar í lang-
vinnri stjórnmálaþróun sem markaði ekki aðeins stórbrotnar breytingar
á Íslandi og í Noregi, heldur í allri álfunni. Af því að veraldarvaldið hér
í norðurálfu bast Rómakirkju formlegum böndum eru þessi atvik einnig
hluti hennar sögu. Heimildir um þessa sögu eru miklar og flestar í formi
pólitískra samninga, löggjafar og skjala um einstök málaferli, auk lærdóms-
rita. Meðal þeirra stendur Árna saga stök og veitir einstaka innsýn í menn
og málefni sem varla er til að dreifa annars staðar. Þótt hún dragi sann-
arlega taum kirkjunnar er hvergi dregin fjöður yfir andstöðu við málstað
Árna biskups og lýsingarnar sem í henni eru minna sagnfræðinga nauðuga
eða viljuga á þann mannlegan veruleika sem leynist á bakvið þær formlegu
heimildir sem urðu til við starfsemi stofnana.
Þó er langt frá því að Árna saga segi alla söguna um fram vindu stjórn-
skipunarbreytinganna á síðari hluta 13. aldar, því að árin eftir valdatöku
Eiríks kon ungs árið 1280 voru óvenjulegur tími. Fyrir embættis tíð hans
var afstaða konungsvalds önnur og hún átti enn eftir að breytast. Þótt
átök hörðn uðu eftir að konungur lýsti ógildingu kristinréttarins versnaði
staða kirkju þó aðeins tíma bund ið. Lík Jóns erkibiskups var flutt og grafið
í Niðarósi árið 1283, og sneypa Lofts varð ekki lang varandi því ferð hans
fékk farsælan endi þótt seint væri. Hann náði konungsfundi veturinn 1285
og fékk heim far ar leyfi ári síðar (116–117). Lang an tíma tók að fá nýjan
erkibiskup skip að an og kemur skýrt fram í Árna sögu hve mjög sú óvissa
hafði áhrif á framgang mála. Árið 1288 var Jörundur orðinn erki bisk ups-
efni páfa, árið 1290 tók kirkjustofnunin til starfa á ný og sat Jörundur
til ársins 1309.58 Jörundur Hólabiskup reyndist ekki hafa snúið baki við
kirkjunni þegar allt kom til alls (95) og um síðir náðist samkomulag um
staðamálin með sættargerðinni í ögvaldsnesi 1297.59 Magnús Stefáns son
sýndi fram á að í henni hefði fyrst og fremst falist túlkun á texta sætt ar-
58 Fyrsta statúta Jörundar erkibiskups er frá árinu 1290, DI II 275–278.
59 DI II 323–325.
LOFTUR HELGASON FER TIL BJöRGVINJAR