Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Blaðsíða 93
96
on Law and Humanities sem út kom árið 2013 undir hennar ritstjórn. Meðal
viðfangsefna annarra höfunda í þessu safni eru Íslendingasögur, finnska þjóð
kvæðið Kalevala og verk eftir Ludvig Holberg, Henrik Ibsen og Lars von
Trier. Tamm á eina grein í þessu safni sem ber titilinn „Law and Literature in
a Nordic Legal Perspective“.
Í upphafi greinarinnar sem hér er þýdd fjalla þau Simonsen og Tamm
stuttlega um þróun rannsóknarsviðs laga og bókmennta í Danmörku en meg
inhluti textans er bókmenntafræðileg og lögfræðileg túlkun á hinni stuttu
skáldsögu Præsten i Vejlbye eftir Steen Steensen Blicher. Sagan kom út á dönsku
árið 1829 og í íslenskri þýðingu Gunnars Gunnarssonar laust eftir miðja síð
ustu öld undir titilinum Vaðlaklerkur. Ýmislegt bendir til þess að Gunnar hafi
verið undir áhrifum frá Blicher þegar hann skrifaði eina þekktustu skáldsögu
sína, Svartfugl. Hún kom upphaflega út á dönsku árið 1929, nákvæmlega öld
síðar en Præsten i Vejlbye. Umfjöllun dönsku fræðimannanna um verk Blichers
er ágætt dæmi um rannsóknir á sviði laga og bókmennta en hún kann einnig
að varpa nýju ljósi á ýmsar réttarfarslegar hliðar Svartfugls. Í því sambandi má
benda á að neðanmáls vekja Simonsen og Tamm athygli á ótvíræðum líkind
um með sögu Blichers og skáldsögunni Michael Kohlhaas eftir Heinrich von
Kleist. Svo merkilega vill til að síðarnefnda verkið kom einnig út á íslensku í
„endursögn“ Gunnars Gunnarssonar um miðja síðustu öld og bar þá titilinn
Mikkjáll frá Kolbeinsbrú. Hugsanleg tengsl Gunnars við þá Blicher og Kleist
eru tilefni frekari rannsókna á þessum þremur verkum.
Jón Karl Helgason
Lög og bókmenntir
Lög og bókmenntir er tiltölulega ungt rannsóknarsvið í Danmörku. Það
þróaðist í upphafi sem hluti af samstarfsverkefni milli Norðurlandanna á
tíunda áratug síðustu aldar og fyrstu árum þessarar.2 Nýverið hefur nám
skeið í bókmenntum um efnið verið kennt við Háskólann í Árósum og
undanfarnar annir hefur verið boðið upp námskeið á meistarastigi við lög
fræðideild Kaupmannahafnarháskóla.
Richard Weisberg hefur, bæði með framgöngu sinni og verkum, verið
áhrifavaldur á sviði laga og bókmennta á Norðurlöndunum. Hann hefur
2 Sjá: Law and Literature: Interdisciplinary Methods of Reading, ritstj. KarenMargrethe
Simonsen og Ditlev Tamm, Kaupmannahöfn: Djøf forlag, 2010. Þeir sem áhuga
hafa á norrænum rannsóknum á sviðinu er bent á Law and Justice in Literature, Film
and Theater: Nordic Perspectives on Law and Humanities, ritstj. KarenMargrethe
Simonsen, Berlín og Boston: DeGruyter, 2013.
Karen-MargreThe SiMonSen og DiTlev TaMM