Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Síða 94
97
jafnframt haft forgöngu um þróun námskeiða um lög og bókmenntir á
háskólastigi. Tvö helstu verk hans um efnið, The Failure of the Word (Orð
sem geigar) frá 1984 og Poethics, and Other Strategies of Law and Literature
(Fagursiðfræði, og fleiri sjónarhorn laga og bókmennta) frá 1992, ruddu braut
ina fyrir frekari rannsóknir. Jafnframt eru þau verk sem hann ræðir um,
og túlkanir hans á þeim, svo sem The Merchant of Venice (Kaupmaðurinn
í Feneyjum) og Billy Budd, Sailor (Sjómaðurinn Billy Budd) til umræðu í
kennslustundum. Aðferðafræði og kenningar á sviði laga og bókmennta
í Evrópu hafa að verulegu leyti tekið mið af þróuninni í Bandaríkjunum.
Þannig einskorðast námsefnið á Norðurlöndunum ekki við sígild bók
menntaverk frá Evrópu heldur á hluti verkanna rætur að rekja til þess
hvernig rannsóknarsviðið mótaðist upphaflega vestanhafs.
En um leið er veigamikill munur þarna á milli. Á meginlandi
Evrópu er ekki hefð fyrir engilsaxneskum rétti, heldur germönskum. Á
Norðurlöndunum höfum við um langa hríð aðhyllst vildarrétt, sem rekja
má til skrifa áhrifaríkra réttarheimspekinga, svo sem Austurríkismannsins
Hans Kelsen og danska pósitívistans Alfs Ross. Þótt vildarréttur byggist á
ríkum almennum skilningi á nauðsyn og mikilvægi réttarríkisins sem stutt
er af öflugu og jafnréttismiðuðu velferðarkerfi, hefur þessi hefð ýtt undir
tortryggni í garð þverfaglegra rannsókna á lögum og bókmenntum innan
lagadeilda, vegna þess að bókmenntaleg og menningarleg nálgun er ekki
hluti vísindalegrar, eða formlegrar pósitívískrar aðferðafræði í lögum.
Það hefur því ekki verið létt verk að kynna forsendur laga og bók
mennta innan lagadeilda í Danmörku. Í evrópskum og dönskum lagadeild
um er gjarnan litið svo á að „lög séu lög“ sem þýðir að nemendum er
ætlað að lesa hefðbundið kennsluefni sem samið er af lagaprófessorum og
draga ályktanir um lögin með því að kanna lagasetningu og niðurstöður í
dómsmálum. Bókmenntir eiga þar engan augljósan þegnrétt. Bókmenntir
tilheyra afmörkuðu sviði einkalífsins. Slík afstaða er skiljanleg þar sem
við þörfnumst góðra lögfræðinga og þekking á lögum er undirstaða fag
mennsku á sviðinu. Þótt almennt sé viðurkennt að lestur góðra bóka sé
undirstaða vitsmunaþroska, jafnvel meðal lögfræðinga, er hann ekki talinn
vera viðfangsefni laganáms.
Þetta er myndin sem við blasir en sé málið skoðað betur, einkum ef
litið er lengra aftur í tímann, verður heildarmyndin blæbrigðaríkari. Það
er einkum tvennt sem spilar þar inn í. Annars vegar hafa réttarheimspek
ingar lengi haft áhuga á félagsfræði og hagfræði. Hins vegar er löng hefð
LöG OG BóKMENNTIR Í DöNSKU SAMHENGI