Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Blaðsíða 95
98
í öllum dönskum háskólum, ekki síst í rótgrónum deildum eins og laga
deildum, fyrir því að gera ráð fyrir almennri undirstöðuþekkingu (Bildung)
meðal fagstétta. Fyrir aldamótin 1900 var laganemum gert að nema klass
ísk fræði í menntaskóla, þar á meðal forngrísku og latínu. Þegar þetta tók
að breytast um aldamótin 1900 fóru menn að ræða í Þýskalandi (og síðar í
Danmörku) hvort hægt væri að sjá fyrir sér dómara sem ekki þekktu neitt
til menningar FornGrikkja og væru ófærir um að lesa Platon á frummál
inu. Að þessu leyti hafa forsendur laga og bókmennta falið í sér eins konar
afturhvarf til eldri hugmynda um menntun, að minnsta kosti í Danmörku.
Nú er vaxandi skilningur á því að lestur skáldverka og menningarleg inn
sýn í lögin séu mikilvægur þáttur í menntun lögfræðinga, sem eiga að
vera færir um að gefa okkur góð ráð eða, ef svo ber undir, fella yfir okkur
dóma.
Í bókmenntafræðideildum hefur kynning námskeiða um lög og bók
menntir ekki verið eins umdeild og í lagadeildum, þó svo að rannsókn
arsviðið sé talið ‚sérviskulegt‘ og borið hafi á áhyggjum um að fagurfræði
leg sjónarmið séu þar fyrir borð borin. Á sviði samanburðarbókmennta er
löng hefð fyrir þverfaglegum rannsóknum og því má líta á áhuga á lögum
og bókmenntum sem framhald af áhuga bókmenntafræðinga á afbyggingu,
mælskufræði, menningarfræði og nýsöguhyggju, svo dæmi séu nefnd.
Bæði í lagadeildum og bókmenntafræðideildum, þar sem boðið er upp
á þverfræðileg námskeið um lög og bókmenntir, hefur lögfræðileg og bók
menntafræðileg umræða um helstu leikverk, skáldsögur og smásögur heims
ins sannað gildi sitt. Í námskeiðinu við lagadeild Kaupmannahafnarháskóla
látum við nemendur lesa Oresteiu eftir Æskýlos og Antígónu eftir Sófókles.
Við drögum gjarnan fram hliðstæður milli Antígónu og skrifa Thomas
More frá 16. öld, við spyrjum hvort ástæða sé til að telja friðarspilla í raun
vera hetjur sem skilgreini eigin sjónarmið eða hvort Kreon og Hinrik VIII
hafi eitthvað til síns máls þegar þeir heimta að aðrir beygi sig undir lög
sem þeir hafa sjálfir sett. Það er spennandi að ræða stöðu Portíu í þeim ein
kennilegum réttarhöldum sem fram fara í Feneyjum þegar Sælokk gengur
svo langt að innheimta upp í skuld pund af mannlegu holdi. Jafnframt
hafa líflegar umræður spunnist um Billy Budd og Vere skipstjóra þegar
við lesum sögu Melvilles sem vera ætti á leslista allra sem verið er að búa
undir að setjast í dómarasæti. Er Vere aðeins of ákafur til að virðast hlut
laus? Meðal annarra öndvegisrita heimsbókmenntanna sem við lesum eru
L’Étranger (Útlendingurinn) eftir Camus og Der Process (Réttarhöldin) eftir
Karen-MargreThe SiMonSen og DiTlev TaMM