Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Blaðsíða 96
99
Kafka; við ræðum þá meðal annars hvort þýddur titill þess síðarnefnda hafi
aðra merkingu en þýski titillinn. Við endum gjarnan námskeiðið á því að
lesa um klípu dómarans í Waiting for the Barbarians (Beðið eftir villimönnun-
um) eftir J.M. Coetzee. Leslistinn sem við höfum sett saman samanstendur
þannig af sígildum verkum frá löndum bæði austanhafs og vestan.
önnur þekkt verk á listanum eru Prestupleniye i nakazaniye (Glæpur og
refsing) eftir Dostojevskí, hin langa og nöturlega saga Michael Kohlhaas
(Mikkjáll frá Kolbeinsbrú) eftir Heinrich von Kleist, og stórskemmtilegt
leikrit hans, Der zerbrochene Krug (Brotna krukkan). Það er jafnan talið ein
hver mikilvægasti gamanleikur þýskra bókmenna frá 19. öld en þar leikur
siðspilltur dómari úr smáþorpi aðalhlutverk.
Frá Norðurlöndunum bætum við gjarnan við Íslendingasögunum, verk
um eftir Holberg, Ibsen og Strindberg og, síðast en ekki síst, mikilvægu
verki frá Danmörku. Þetta er Præsten i Vejlbye (Vaðlaklerkur), hnitmiðuð
skáldsaga eftir danska rithöfundinn Steen Steensen Blicher (1782−1848).3
Hún er á lista menningarmálaráðuneytis Danmerkur yfir tólf öndvegisrit
danskra bókmennta.4 Jafnframt vitna bókelskir danskir lögfræðingar oftar
í þessa sögu en flestar aðrar.5 Hún telst líka vera ein fyrsta nútímaglæpa
saga Vesturlanda. Í henni er dregin upp mjög áleitin og nútímaleg mynd af
3 Athugasemd þýðenda: Sagan kom fyrst út í íslenskri þýðingu Gunnars Gunnars
sonar í tímaritinu Samvinnunni árið 1958. Árið eftir lét Gunnar prenta söguna í
300 eintökum og sendi bókina vinum og vandamönnum sem höfðu heiðrað hann
með gjöfum og kveðjum á sjötugsafmæli hans. Þýðingin rataði ekki á almennan
markað fyrr en árið 1964 þegar Almenna bókafélagið gaf hana út á bók. Hér á eftir
verður vitnað í þessa síðustu útgáfu verksins og notuð þau nöfn á persónur sem þar
er að finna.
4 Sjá heimasíðu menningarmálaráðuneytis Danmerkur: „Kulturkanonen“, Kult-
urministeriet, sótt 21. júní 2016 af https://kum.dk/uploads/tx_templavoila/KUM_
kulturkano nen_OK2.pdf.
5 Meðal lögfræðinga sem skrifað hafa um verkið eru: A. P. Larsen, Sagen mod
Præsten i Vejlby: Og de dage der fulgte, Kaupmannahöfn: Gyldendal, 1951, Henrik
G. Poulsen, En Criminalhistorie: Blicher og Præsten i Vejlby, Kaupmannahöfn: Steen
Hasselbalch, 1970 og Peter Garde, Dommerens litteraturhistorie, Kaupmannahöfn:
Djøf forlag, 2007. Athygli vekur sameiginlegur áhugi þessara höfunda á tengslum
hins raunverulega máls við sögu Blichers, einkum á því hvort hinn raunverulegi
prestur hafi verið sekur eða saklaus. Í þessu samhengi má einnig nefna skrif sagn
fræðinga: Severin Kjær, Præsten i Vejlby: Søren Jensen Quist, hans Slægt og Samtid:
En gammel Kriminalhistorie, Kaupmannahöfn: Pio, 1894. Peter Garde rannsakaði
dómara í dönskum og norrænum bókmenntum og hann taldi að í sögu Blichers
væri að finna fyrsta dæmið um dómara sem lýst væri sem mannlegum. Sjá: Peter
Garde, Dommerens litteraturhistorie, Kaupmannahöfn: Djøf forlag, 2007, bls. 130.
LöG OG BóKMENNTIR Í DöNSKU SAMHENGI