Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Side 102
105
Eins og áður var minnst á gerist Vaðlaklerkur á 17. öld en sagan
varpar þó fremur ljósi á lagaskilning manna á 19. öld þegar hún var skrif
uð.12 Eiríkur dómari er ekki fulltrúi danskra embættismanna 17. aldar
sem hafa í flestum tilvikum verið ólæsir og lítt menntaðir landeigendur
úr viðkomandi amti. Eiríkur aðhyllist aftur á móti vísindalega aðferð við
glæparannsóknir og túlkun á lögunum og reynir að bregða upp mynd af
sér sem nútímalegum dómara sem láti hlutlægni stjórna skoðunum sínum
og ákvörðunum. „Hvorki samúð né andúð, hvorki velvild né illvilji mega
anda á skálar réttvísinnar, hvað þá snerta við þeim,“ skrifar hann í dagbók
sína.13 Að hans mati sýnir dauðadómurinn yfir prestinum fyrst og fremst
hversu vel honum sjálfum hafi tekist að leggja persónulega hagsmuni sína
til hliðar og sanna þar með gildi hlutlægrar aðferðafræði. Hann virðist
hafa staðið faglega að yfirheyrslum vitna og reynt að komast eins nærri, og
mögulegt var, að hlutlægum sannleika í málinu.
Hann gerir ‚sitt besta‘ en lesendum verður ljóst að Eiríkur er á valdi
falskrar hlutlægni. Þrátt fyrir vandvirknisleg vinnubrögð verða honum á
mistök og í ljós kemur að rannsókn hans er yfirborðskennd. Þegar hann
sér að líkið, sem er grafið upp í garði klerksins, er sannarlega klætt í föt af
Níelsi brúsa ályktar hann samstundis, án þess að hafa uppi þær efasemdir
sem honum ber, að þetta hljóti að vera lík Níelsar. Hann grunar Martein
um græsku en bælir þær grunsemdir þar sem honum finnst þær bera vott
um samúð sína með prestinum. Líkfundurinn skýtur honum slíkum skelk
í bringu að hann er ófær um að hugsa skýrt, eins og sést vel í dagbók
arfærslunni: „engu var líkara en blóðið storknaði í æðum mér; vonir mínar
gervallar visnuðu sem ljá á sláttuteigi“.14 Og áfram heldur hann: „Hvernig
átti ég að efast lengur? … Málið lá mikils til of ljóst fyrir til þess, að um
nokkurn vafa gæti verið að ræða. Þegar hér var komið var ég falli nær af
ótta og viðbjóði“.15 Líkfundurinn í garði klerksins er vendipunktur sög
12 Danski dómarinn A. P. Larsen skoðaði þetta sérstaklega og sagði að hugmyndir
dómarans í verki Blichers væru ekki í anda 17. aldar þegar Kristján IV réði ríkjum
heldur ættu þær betur við lagaskilning á síðari hluta 18. aldar. Sjá: A. P. Larsen,
Sagen mod Præsten í Vejlbye og de sager, der fulgte: Fremstillet efter akterne, Kaup
mannahöfn: Gyldendal, 1951, bls. 21. Við upphaf 19. aldar, þegar Blicher skrifar
verkið, voru amtmenn valdamiklir en þrátt fyrir það var ekki gerður sérstakur grein
armunur á milli framkvæmdavalds þeirra og dómsvaldinu sem þeim var falið. Sjá:
Ditlev Tamm, Retshistorie, Kaupmannahöfn: Djøf forlag, 1990−1992, bls. 239.
13 Steen Steensen Blicher, Vaðlaklerkur, bls. 43.
14 Sama rit, bls. 36.
15 Sama rit, bls. 38.
LöG OG BóKMENNTIR Í DöNSKU SAMHENGI