Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Page 104
107
um að hann sé að framfylgja vilja Guðs og kemur því ekki auga á hversu
veik sönnunargögnin eru. Jafnvel þegar rannsóknin fer í handaskolum
efast hann ekki um gildi sönnunargagnanna heldur leitar skjóls í kristileg
um stílbrögðum. Þegar presturinn er leiddur fram í dómsalinn, hlekkjaður
á höndum og fótum, verður dómaranum til dæmis „hugsað til Lausnarans
á þeirri stundu, sem hermennirnir leiddu hann fyrir Pílatus“.19 Niðurstaðan
í því máli, sem og fullvissan um að úrskurðurinn um sekt sé að lokum í
höndum Guðs, er það eina sem kemst að í huga dómarans og kemur í veg
fyrir að hann geti hugsað rökrétt; hann lætur eins og presturinn sé þegar
fordæmdur og ekki sé í mannlegu valdi að bjarga honum. Þegar unn
usta hans, dóttir prestsins, spyr dómarann hver niðurstaðan verði svarar
hann: „vægasti dómur, stafaður af konungum himins og jarðar, er að líf
komi fyrir líf“. Þegar Metta heyrir þau orð fellur hún á kné og mótmælir
réttilega: „Ætlið þér að myrða föður minn?“20
Þótt dómarinn hafi á réttu að standa um að refsing fyrir morð á þess
um tíma hafi verið dauðadómur gefur notkun Mettu á orðinu „myrða“
til kynna að Eiríkur sé ekki aðeins handbendi laganna heldur meðsekur í
drápi. Hún vísar þannig ómeðvitað til þess nútímaskilnings að dauðarefs
ing sé að einhverju leyti hliðstæða morðs. Frá sjónarhóli lesenda felst í
orðum Mettu kaldhæðin forspá: Unnusti hennar mun í rauninni fremja
‚morð‘ þar sem presturinn er saklaus af glæpnum sem hann er sakaður um
að hafa framið. Að orðin ‚vægasti dómur‘ séu notuð um hörðustu refsingu
laganna hljómar kaldhæðnislega í eyrum lesandans og þau hljóta að hljóma
enn hryllilegar í eyrum dóttur hins dauðadæmda.
Blicher var sjálfur prestur svo það er ekki úr vegi að velta fyrir sér
hlutverki trúarbragðanna í sögunni og hvernig túlka megi þátt þeirra í
þessu öfugsnúna réttlæti. Fórnarlambið er kristinn prestur en jafnframt
er Eiríki dómara lýst sem manni siðferðilegra heilinda, heilinda sem eru
sett í samband við kristna trú. Jafnhliða er Eiríkur hlutdrægur rannsak
andi sem misnotar valdið sem hann þiggur frá almættinu, trúin hefur
afvegaleitt hann og hann leitar skjóls í trúarlegri orðræðu til þess að
skjóta sér undan ábyrgð sinni í veraldlegum efnum. Hann er að þessu
leyti gjörólíkur rökhyggumanninum Auguste Dupin úr leynilögreglu
sögum Edgars Allan Poe. Hér verður samt að setja þann stóra fyrirvara
að lesendur Blichers geta aðeins lagt mat á tilfinningar og heilindi dóm
19 Steen Steensen Blicher, Vaðlaklerkur, bls. 40.
20 Sama rit, bls. 47.
LöG OG BóKMENNTIR Í DöNSKU SAMHENGI