Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Side 105
108
arans, sem og trú hans á guðlega forsjón, út frá dagbókarfærslum sem
hann hefur sjálfur skrifað.
Sagan fjallar því ekki aðeins um lög, trú og tilfinningar heldur einnig,
og kannski fyrst og fremst, um hvernig þessir þrír þræðir fléttast saman í
frásögninni. Þær tilfinningar sem móta augljóslega skrif dómarans stafa
af ást hans til dóttur hins meinta morðingja og eru skýrt dæmi um sjálfs
tjáningu í dagbókarformi. Eiríkur heldur dagbók, ekki aðeins til þess að fá
yfirsýn yfir líf sitt, heldur einnig til þess að skapa ákveðna mynd af sjálfum
sér, og afsaka þar með hvernig hann stóð að málarekstrinum. Þessi mynd
af breyskum dómaranum er því andstæða hinnar jákvæðu myndar sem
dregin er upp af saklausa fórnarlambinu, prestinum sem telur sér trú um
að hann sé sekur og tekur afleiðingunum. Lýsing Eiríks á Vaðlaklerki sem
harmrænni hetju er svo yfirdrifin að ástæða virðist til að taka stílæfingum
dómarans með fyrirvara.
Falskar játningar og frásagnarþrá
Ein af ráðgátum verksins er játning Vaðlaklerks. Eiríkur dregur þá röngu
ályktun að presturinn sé sekur eftir að líkið finnst í garði þess síðarnefnda.
Á grundvelli vitnisburða sem hann hlýðir á kemst dómarinn að þeirri nið
urstöðu að presturinn hafi sést í garðinum í hempu sinni sömu nótt og
líkið var grafið. Hins vegar stangast vitnisburður ólíkra aðila á sem leiðir
til þess að dómarinn fer aftur að efast um sekt prestsins. En eftir að prest
urinn hefur hlýtt á vitnisburðina játar hann sjálfur sök og dómarinn ýtir
efasemdum sínum aftur til hliðar.
Presturinn byrjar játningu sína á að fullyrða að hann hafi ekki vitað
af hinni miklu synd sem hann var grunaður um − morðinu. Hann játar
í rauninni aðeins að hafa erfiða skapsmuni, viðurkennir að hafa eitt sinn
veitt hundi banvænt spark og sært nemanda einn svo illa með hníf að við
komandi var heppinn að halda lífi. En orð hans um morðið á Níelsi brúsa
eru loðin: „Fyrir yður, vini mínum er verið hefur – og nú dómara – skal
ég meðganga afbrot, sem enginn vafi virðist leika á, að ég hafi drýgt, enda
þótt ég sé mér þess ekki meðvitandi.“21
Presturinn hefur sannfærst um sekt sína eftir að hafa hlýtt á framburð
vitna í málinu. Hann viðurkennir að hafa barið Níels brúsa en útskýrir að
hann muni ekki eftir að hafa séð vinnumanninn látinn né grafið líkið með
því að honum hætti til að ganga í svefni. Þótt dómarinn sé bæði undrandi
21 Sama rit, bls. 57.
Karen-MargreThe SiMonSen og DiTlev TaMM