Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Qupperneq 106
109
yfir og efins um þá skýringu kemst hann að þeirri niðurstöðu að játning
prestsins hljóti að vera sönn. Hann skrifar í dagbók sína: „Framburður sak
borningsins frá upphafi til enda og framkoma í hvívetna virðist sannleik
anum samkvæmt, og sannleikanum fórnar hann fúslega lífi sínu með því
að leggja sig fram um að leiða í ljós, hvað raunverulega hefur gerzt.“22 Að
lokum er það þó ekki röksemdarfærsla prestsins sem sannfærir dómarann
heldur hið hetjulega og leikræna sem í henni felst. Eina mögulega svarið
við sögu af svo hetjulegri sjálfsfórn er önnur viðlíka hetjusaga: Dómarinn
tekur að sér að dæma prestinn til dauða og fórna þar með hamingjuríkri
framtíð sinni með dóttur prestsins. Þannig virðist hann drýgja hetjudáð en
það kaldhæðnislega er að „hetjuskapur“ hans felst í því að drepa tengda
föður sinn, og honum er þar ekki fyllilega sjálfrátt heldur er hann undir
áhrifum af gjörðum prestsins. Dómarinn verður þannig þátttakandi í for
dæmingu Vaðlaklerks yfir sjálfum sér. Ræða prestsins sannfærir dómarann
svo fullkomlega að hann gefur alla frekari rannsókn á málinu upp á bátinn.
Hér blasir við að frásögn í formi játningar er afar áhrifamikið verkfæri.
Í margar aldir var litið á játningu sem drottningu allra sannana og var
hún meginþáttur í sakfellingu.23 Hin viðurkennda sönnun var samhljóða
vitnisburður tveggja vitna. Pyntingum var lengi beitt til þess að þvinga
fram játningar en frá miðri 16. öld hafa þær verið bannaðar í Danmörku.
Játningu má bæði túlka sem sönnun en einnig sem merki um að hinn seki
beygi sig undir refsingu sína – og staðfesti þar með réttmæti dómsins.
Foucault skrifar: „Með játningunni tók hinn ákærði sjálfur þátt í þeirri
helgiathöfn að skapa trúverðuga refsingu.“24 Litið var svo á að með því að
knýja fram játningu væri glæpamanninum veitt tækifæri til að friðmælast
við Guð og menn, ekki síst Guð. Glæpamaður sem hafði gengist við sekt
sinni gat þar með tekið skref frá útskúfun í átt að stöðu ‚dýrlings‘, sér
staklega í morðmálum þar sem viðurlögin voru dauðarefsingar. Aftökur á
þeim sem höfðu játað sök báru vissan svip af helgiathöfn.25
22 Sama rit, bls. 61−62.
23 Peter Brooks, Troubling Confessions: Speaking Guilt in Law and Literature, Chicago
og London: University of Chicago Press, 2000, bls. 9. Michel Foucault, Discipline
and Punish: The Birth of the Prison, London og New York: Penguin, 1977, bls. 37−38.
Helle Vogt, „„Likewise no one shall be tortured“: The use of judicial torture in
early modern Denmark“, Scandinavian Journal of History, 39(1)/2014, bls. 78−99.
24 Michel Foucault, Discipline and Punish, bls. 38.
25 Sjá: Tyge Krogh, Oplysningstiden og det magiske: Henrettelser og korporlige straffe i
1700-tallets første halvdel, Kaupmannahöfn: Samleren, 2000, bls. 284−299.
LöG OG BóKMENNTIR Í DöNSKU SAMHENGI