Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Page 111
114
Fyrstu þversagnakenndu áhrif dauðarefsingarinnar í frásögninni eru
hvernig hún gerir klerkinum kleift að endurheimta trúarlegt forræði sitt.
Hann gerir það strax með játningunni, þar sem hann tekur af skarið í túlkun
á eigin sekt, en hann nær þó ekki fullu forræði fyrr en hann flytur sína síð
ustu predikun á aftökustaðnum. Með frásögn sinni þar breytir hann aftök
unni í magnaðan vettvang sjálfstjáningar sem gefur sögu hans það siðferði
lega kennivald sem lögin reyna að hrifsa af honum. Þrátt fyrir að klerkur sé
saklaus tekst honum að túlka örlög sín á svo áhrifaríkan hátt að saga hans
fær keim af skáldlegu réttlæti. Það mætti jafnvel halda því fram að frásögn
prestsins breyti ekki aðeins óumflýjanlegum dauða hans í persónulegan sigur
heldur ögri beinlínis lögunum og breyti aftökunni í karnivalískan viðburð.
Til þess að skilja hvernig þetta gerist er nauðsynlegt að skilja að opin
berar aftökur snerust ekki eingöngu um réttlæti heldur einnig vald. Eins
og Foucault hefur útskýrt þjóna opinberar aftökur ekki aðeins því hlut
verki að „endurreisa réttlætið“; þær framkalla einnig vald, vald hins full
valda konungs.36 Presturinn nær slíkri stjórn á aðstæðunum að hann getur
ráðskast með dómarann og bætir um betur með því að flytja kristilega
predikun á aftökustaðnum þar sem hann beygir sig undir réttlæti Drottins.
Hann neitar að leika hlutverk hins undirgefna glæpamanns sem sætir ver
aldlegum úrskurði. Í þessum skilningi er klerkurinn uppreisnarmaður.
Í upphafi sækja lögin umboð sitt til trúarinnar, í rás sögunnar ruglar hún
dómarann í ríminu en í lokasenunni virðist trúin fær um að storka lög
unum. Þó svo að lögin hafi formlegt vald yfir aftökunni lýtur viðburð
urinn siðferðilegri stjórn Vaðlaklerks sem heldur um taumana allt til loka
og hreyfir við þeim þúsundum manna sem hafa komið til að fylgjast með
sjónarspilinu. Í predikuninni ræðir hann um reiðina og afleiðingar hennar
og leggur þar út af Harmaljóðunum: „Drottinn [...] í ákafri reiði sinni
útskúfaði prestinum“ (2:6).37
Að sögn Foucaults urðu opinberar aftökur fyrir tíma Upplýsingarinnar
oft að „miðpunkti lögleysu“.38 Fólk gerði sér gjarnan dagamun til að verða
vitni að aftökum og reyndi jafnvel að grípa inn í, ýmist til þess að bjarga
hinum dæmda eða tryggja honum enn ofbeldisfyllri dauðdaga. ósjaldan
tók ofbeldið völdin, slagsmál brutust út eða grjótkast hófst og beindist
ýmist að hinum dauðadæmda eða lögreglunni. Í grein sinni um dauðarefs
36 Michel Foucault, Discipline and Punish, bls. 48
37 Steen Steensen Blicher, Vaðlaklerkur, bls. 73.
38 Michel Foucault, Discipline and Punish, bls. 63.
Karen-MargreThe SiMonSen og DiTlev TaMM