Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Page 112
115
ingar („Om Dødsstraffe“) varar Blicher við þeim hættum sem kunna að
fylgja opinberum aftökum. Hann skrifar:
Meðal áhorfenda [að aftökunni] alast upp nýir frambjóðendur fyrir
aftökustaðinn: banvæn öxin velur sér ný fórnarlömb. […] Í huga
margra hafa opinberar aftökur – sem eru í sjálfu sér sláandi og villi
mannlegar – einhvers konar skelfilegt aðdráttarafl, þær eru dáleið
andi, líkt og skröltormurinn: andaktin, hinn trúarlegi þáttur aftök
unnar hefur skelfileg áhrif á þá sem hneigjast til dulspeki; hve margir
hafa ekki orðið morðingjar til þess eins að fá að deyja svo hátíðlegum
og – að mati hins veikgeðja – sæluríkum dauðdaga?39
Blicher aðhyllist gagnrýni í anda Upplýsingarinnar, sérstaklega eins og
hún birtist í skrifum Ítalans Cesares Beccaria um dauðarefsingar. Það er
athyglisvert að í gagnrýni sinni á hinn „sláandi og villimannlega“ brag
aftökunnar telur Blicher hátíðlega, trúarlega þætti hennar háskalegasta.
Að hans sögn hræðist fólk hvorki sýninguna né mótmælir það ljótleika
aftökunnar. Hún er þvert á móti svo hrífandi að áhorfendur gætu freistast
til að fremja glæpi til þess eins að verða teknir af lífi. Það kann að felast viss
kaldhæðni í túlkun Blichers og hægt er að efast um þau beinu tengsl sem
hann telur vera á milli aðdráttarafls aftökunnar og fjölgunar glæpa. Samt
er það söguleg staðreynd að aftökur voru gjarnan ‚hátíðlegar‘ og þeim
fylgdu jafnan opinber fögnuður og glæpir.
Aftöku Vaðlaklerks er lýst sem alvöruþrunginni en jafnframt trúarlegri
hátíð. Ekki kemur beinlínis fram að glæpir hafi verið framdir í kjölfar
aftökunnar en ljóst er að hún hefur þau seiðandi eða dáleiðandi áhrif sem
Blicher lýsir í grein sinni. Í sögunni er ítrekað lögð áhersla á að framganga
prestsins veki upp samúð en jafnframt aðdáun meðal áhorfenda. Að því
leyti er aftökustaðurinn ekki framlenging á dómsalnum eða á valdi kon
39 Á dönsku: „Blandt Tilskuerne [til henrettelsen] modnes nye Candidater til Retter
stedet: den dræbende Oxe udkaarer sig friske Offere. […] For Mange have de
offentlige Henrettelser – som i og for sig selv ere oprørende og barbariske – en
Slags rædsom Tillokkelse, en Fortryllelse, lig Klapperslangens: det Højtidelige,
Religieuse i Samme har en frygtelig virkning på mystisk stemte Gemytter; hvor
mange ere ikke blevne Mordere alene for at døe en saadan festlig, og – efter svær
mende Sjæles Formening – salig Død?“, (upprunalega frá árinu 1827). Sjá: Steen
Steensen Blicher, „Om Dødsstraffe“, Arkiv for Dansk Litteratur, bls. 264–268
hér bls. 265−266, sótt 19. mars 2016 af http://adl.dk/solr_documents/blich07
workid83697. Textinn er fenginn úr Steen Steensen Blicher, Udvalgte værker,
Kaupmannahöfn: Gyldendal, 1982−1983.
LöG OG BóKMENNTIR Í DöNSKU SAMHENGI