Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Page 113
116
ungsins; hann er annars konar vettvangur þar sem ríkja aðrar reglur en þær
sem stjórna stigveldi innan samfélagsins og formlegum athöfnum. Eftir
þennan dulmagnaða viðburð breytist sagan frá því að fjalla um hin flóknu
áhrif kristilegrar orðræðu og rökfræði á skynsamlega skipan laganna og
verður saga um sigur hinnar kristilegu orðræðu yfir lögunum. Lesendur
skynja þessa breytingu og hún skapar óþægindi sem þeir losna ekki svo
auðveldlega við, þar sem hæpin áhrif trúarbragðanna á veraldleg lög og
rétt hafa verið efniviður sögunnar frá upphafi.
Hvernig eigum við þá að túlka sögulokin? Ljóst er að Blicher er gagn
rýninn á dauðarefsingar. Hins vegar eru ástæður þess flóknar. Eins og
áður var nefnt var hann ekki aðeins á móti dauðarefsingum vegna þess að
þær buðu dómsmorði heim, þrátt fyrir að það sé í raun höfuðviðfangsefni
Vaðlaklerks. Hann er einnig á móti dauðarefsingum vegna þess að þær hafa
óheppileg samfélagsleg áhrif. Samkvæmt Blicher er sóun að taka líf iðrandi
syndara og hann vitnar í Beccaria þegar hann heldur því fram að mildari
refsingar hafi einfaldlega betri áhrif á samfélagið.
Sem rithöfundur og þátttakandi í stjórnmálum skipar Blicher sér í hóp
með umbótasinnum fremur en byltingarsinnum. Það hefur einnig í för
með sér að þótt hann tali fyrir mildari refsingum er hann algjörlega and
snúinn því að fórnarlömbum sé sýnd óhófleg samúð. Með því að láta klerk
inn flytja sína áhrifamiklu ræðu undir lok sögunnar vill hann að lesendur
skilji hættuna sem felst í meintri undirgefni hins dæmda. Við eigum bæði
að skynja þá röskun sem verður á valdajafnvæginu og þann óróa sem getur
fylgt sjónarspili aftökunnar. Að þessu leyti erum við ekki beðin um að
taka afstöðu gegn dauðarefsingu vegna samúðar með saklausum prestinum
heldur af ótta við að hann geti, sem fórnarlamb, sölsað undir sig of mikið
vald. Með táknrænum hætti tekst prestinum að ógna forræði laganna með
sinni mögnuðu predikun og nýtur þar stuðnings frá Guði.
Trúarbrögð (eins og presturinn leggur þau upp) geta virst æðri lögum.
Ennfremur, ef sögunni hefði lokið á ræðu prestsins á aftökustaðnum, væri
það eflaust hin rétta, og bölsýna, túlkun á henni. Hins vegar lýkur sög
unni ekki með dauða Vaðlaklerks heldur skrifar kollegi hans frá Álatjörn
eftirmála þar sem hann rekur sögu dómarans Eiríks Sörensen til loka;
hvernig hann lifir, leystur úr viðjum blekkingar, óhamingjusömu lífi eftir
aftökuna og deyr ömurlegum dauðdaga. Þess vegna fer því fjarri að í sög
unni sé vald Drottins staðfest með jákvæðum hætti, eins og einn danskur
Karen-MargreThe SiMonSen og DiTlev TaMM