Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Page 114
117
gagnrýnandi hélt nýlega fram.40 Þvert á móti afhjúpar sagan hvernig trú á
kristilegt forræði getur grafið undan lögum og rétti, ekki aðeins vegna þess
að trúin getur hrakið lögin af vegi réttlætisins heldur einnig vegna þess að
hún getur raskað valdajafnvægi samfélagsins.
Lokaorð
Gjarnan er litið á glæpasögur sem bókmenntagrein sem höfðar til almenn
ings en skorti fagurfræðilega og samfélagslega dýpt. Það á sannarlega ekki
við um þessa gömlu glæpasögu. Dramatísk uppbygging og lifandi pers
ónusköpun gera hana afar skemmtilega, enda hefur hún verið kvikmynduð
fjórum sinnum.41 En Vaðlaklerkur er ekki bara vinsæl saga heldur eitt af
opinberum öndvegisverkum danskrar bókmenntasögu, full af „tregafull
um harmi og seiðandi hnitmiðaðri dramatík“, svo vitnað sé til vefsíðu
danska menningarmálaráðuneytisins. Höfundi er ennfremur hrósað fyrir
að greina á gagnrýninn og fjölbreytilegan hátt samfélagsleg viðfangsefni
og vandamál.42
Sagan hefur bæði heillað og höfðað til lesenda um aldir. Þrátt fyrir að
langt sé liðið frá því að Danir afnámu dauðarefsingar þá er gagnrýni á þær
ennþá mikilvæg í alþjóðlegu samhengi. Ennfremur á saga lögfræðingsins
sem upplifir togstreitu milli persónulegra hagsmuna, ábyrgðar í starfi og
trúarlegrar sannfæringar enn erindi. Það sama á við um átökin og and
stæðurnar sem eru á milli stíls hins meðvitaða, alltof samviskusama en
jafnframt sakbitna dómara og hetjusögu hins heiðarlega fórnarlambs sem
fær þó ‚uppreist æru‘.
Það sem bókmenntir kenna okkur – og saga Blichers gerir það á sér
lega hrífandi en jafnframt truflandi hátt – er að ábyrgð mannsins er aldrei
eingöngu rökrétt og að ekki er hægt að slíta hana úr sínu félagslega og til
finningalega samhengi. Í sögunni er varpað fram að minnsta kosti tveimur
álíka áhugaverðum spurningum: Hvernig mótast lög, glæpir og refsing af
40 Samkvæmt Jesper Langballe sýnir sagan að „aðeins úrskurður Guðs getur frelsað
manninn.“ Sjá: Jesper Langballe, Anlangendes et menneske: Blichers forfatterskab –
selvopgør og tidsopgør, óðinsvé: University Press of Southern Denmark, 2004, bls.
286−287.
41 Skáldsagan Vaðlaklerkur var fyrst kvikmynduð sem þögul mynd árið 1922 af August
Blom, næst árið 1931 af George Schnéevoigt, því næst fyrir sjónvarp árið 1960 af
Palle KjærulffSchmidt og nú síðast árið 1972 af Claus Ørsted.
42 Sjá heimasíðu menningarmálaráðuneytis Danmerkur: „Kulturkanonen“, sbr.
neðanmálsgrein 4.
LöG OG BóKMENNTIR Í DöNSKU SAMHENGI