Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Page 115
118
stigveldi orðræðunnar á hinum félagslega vettvangi og hvaða áhrif hefur
hin frásagnarlega þrá eftir sjálfstjáningu á framgang réttlætisins, innan
sem utan réttarkerfisins? Við höfum reynt að einbeita okkur að þessum
tveimur spurningum í þeirri von að greiningin varpi jafnframt ljósi á hve
magnað verk Blichers er í raun og veru.
Þess má geta að S. M. Philips las söguna og birti hana árið 1874 í bók
sinni Famous Cases of Circumstantial Evidence (Þekkt dæmi um dóma sem
byggðu á líkum) undir titlinum „The Case of Soren Quist“.43 Líklegt er að
Mark Twain hafi rekist á söguna í bók Philips en í sögu sinni „Tom Sawyer,
the Detective“ („Tumi gerist leynilögregla“) frá 1896 lætur hann titilper
sónuna leysa mál sem minnir grunsamlega mikið á kringumstæðurnar í
Vaðlaklerki.44 Twain sagðist þó sjálfur hafa kynnst málavöxtum í sænskum
heimildum. Það virðist vera enn ein yfirhylmingin. Ritstuldur hefur allt
af verið einn drifkraftur bókmenntasköpunar. Ef vel tekst til getur hann
auðgað bókmenntirnar. En í þessu máli heldur Blicher velli. Hinn heillandi
margbreytileiki sögu hans gerir hana að ómissandi öndvegisverki á leslista
þeirra sem leggja sig eftir rannsóknum á sviði laga og bókmennta.
43 S. M. Philips, Famous Cases of Circumstantial Evidence, tvö bindi, Charleston: Gale,
2010−2011 (frumútgáfan er frá 1874).
44 Sjá: Henry G. Leach, „Was „Tom Sawyer“ Danish or American“, The New York
Times, 6. febrúar 1910. Athugasemd þýðenda: Íslenski titillinn vísar í eftirfarandi
þýðingu: Mark Twain, Tumi gerist leynilögregla: Drengjasaga, þýð. óþekktur, Rey
kjavík: Ylfingur, 1951.
Karen-MargreThe SiMonSen og DiTlev TaMM