Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Page 117
138
Af þessu urðu mikil eftirmál þar sem einstaklingum sem höfðu sig frammi
í umræðunni var stefnt fyrir meiðyrði og nokkrir fréttamenn 365 miðla
hlutu dóm fyrir fréttaflutning af málinu. Einnig voru konurnar tvær sem
upprunalega kærðu mennina fyrir nauðganir kærðar fyrir rangar sakar-
giftir og önnur þeirra var jafnframt ákærð fyrir nauðgun á öðrum mann-
inum.4
Hlíðamálið er dæmi um að stór hluti almennings er orðinn langþreytt-
ur á nauðgunarmenningu og aðgerðaleysi yfirvalda við rannsóknir og
refsingu eftir kynferðisbrot. Einnig er málið lýsandi dæmi um hvernig
þjóðfélagsumræðan hefur breyst síðan samfélagsmiðlar urðu einn helsti
vettvangur hennar á Íslandi. Ljóst er að barátta femínista hefur fengið byr
undir báða vængi og stóraukinn kraftur hefur verið lagður í að snúa við
ríkjandi viðhorfum sem hamlað hafa kvenfrelsi. Til marks um það er hin
árlega Drusluganga og netherferðir á borð við #freethenipple, #höfumhátt
sem átti þátt í falli ríkisstjórnar, og yfirstandandi bylting sem kennd er
við #Metoo og snýst um að rjúfa þöggun á kynferðisofbeldi og að skila
skömminni til gerenda. Einnig hafa samfélagsmiðlar skapað nýjan vett-
vang fyrir þolendur, gerendur og aðstandendur til að ræða kynferðisbrot
opinberlega. Hlíðamálið sýnir þó einnig að þessi nýja aðferð til að takast
á við kynferðisglæpi getur reynst snúin. Aðilar voru ásakaðir, sagt var frá
meintum glæp þeirra í fjölmiðlum en að endingu var málið látið niður falla
í réttarkerfinu. Það þýðir þó ekki að meintir brotamenn hljóti náðun, en
í staðinn eru þeir með spil á hendi og geta stefnt þeim sem tjáðu sig um
málið fyrir ærumeiðingar og sækjendur fyrir rangar sakargiftir eða jafnvel
nauðgun. Í þannig málum er því oft stutt í hefnd.
Afbrotafræðingurinn Michael Salter hefur rannsakað notkun sam-
félagsmiðla sem vettvang fyrir brotaþola í kynferðisbrotamálum. Í grein-
inni „Justice and Revenge in Online Counter-publics“ rekur hann hvernig
konum var áður fyrr markvisst haldið utan við opinbera þjóðfélagsumræðu
sem ræddi um málið í fjölmiðlum og vakti athygli í þættinum Morgunútvarpið
degi eftir umdeilda fyrirsögn í Fréttablaðinu. Þar sagði Vilhjálmur frá málinu eins
og það blasti við honum og skjólstæðingum hans og greindi frá áformum sínum
um að leggja fram kærur vegna ærumeiðinga. Sjá: Sigmar Guðmundsson, „Viðtal
við Vilhjálm H. Vilhjálmsson“, Morgunútvarpið, Rás 2, 10. nóvember 2015, sótt
af www.ruv.is/frett/kaerdar-fyrir-rangar-sakagiftir.
4 Freyr Gígja Gunnarsson, „Fréttamenn sýndu ekki „nægilega hófsemi““, RÚV, 26.
október 2017, sótt af: http://www.ruv.is/frett/frettamenn-syndu-ekki-naegjanlega-
hofsemi, og „Saksóknari fellir niður annað Hlíðamálið“, RÚV, 5. febrúar 2017, sótt
af: http://www.ruv.is/frett/saksoknari-fellir-nidur-annad-hlidamalid.
Einar Kári Jóhannsson