Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Page 120
141
þeirra mála og eftirfarandi umfjöllun á aðeins við um skáldskap og skáld-
aðar persónur. Hér er ætlunin að greina birtingarmynd hefnda eftir kyn-
ferðisbrot í sögunum og setja í samhengi við umfjöllun um hefnd á fræða-
sviði laga og bókmennta. Þannig verður reynt að greina hvernig þessi
sama hefnd tengist umræðu um getuleysi íslenska réttarkerfisins til að
takast á við kynferðisbrot.
Hefnd í samhengi skrifa um lög og bókmenntir
Hefnd hefur lengi verið mikilvægt viðfangsefni skálda en það hefur þó
lítið verið fjallað um hefnd í fræðilegum skrifum á vettvangi laga og bók-
mennta. Á það bendir bandaríski hæstaréttardómarinn Richard Posner
en hann helgar hefnd heilan kafla í bók sinni Law and Literature (2009).
Þar rekur hann uppruna lagakerfis Vesturlanda aftur til hefndar í fornöld,
þar sem lög höfðu þann tilgang að sporna við henni. Posner lítur svo á að
hefndir fortíðar séu í raun frumstætt form réttarkerfis og segir „[l]ýsingar
á hefnd í bókmenntum geta sagt sitt hvað um viðfangsefnið lög og rétt-
læti sem hefndin heyrir til eða er stefnt gegn. Aftur á móti getur grein-
ing lögfræðinga og hugvísindafólks á hefnd aðeins varpað ljósi á hefnd-
arbókmenntir“.10 Máli sínu til stuðnings greinir hann réttarvitund persóna
sem leita hefnda í bókmenntaverkum á borð við Hamlet, Ilíónskviðu og
ýmsum Íslendingasögum. Posner einskorðar sig við hefndir í eldri verkum
til að varpa ljósi á fornan grundvöll réttarkerfa. Með líkum hætti má skoða
hefndarsögur samtímans sem afturhvarf til fortíðar, til tíma þegar rétt-
arvitund byggðist á „lex talion“, sem þýddi að gjalda líku líkt, eins og sam-
kvæmt lögmáli Gamla testamentisins: auga fyrir auga, tönn fyrir tönn.
Meðal þeirra sem hafa fjallað um hefnd í bókmenntum í lagalegu sam-
verulegs fólks í skáldskap. Gagnrýnin náði hámarki þegar leikverk byggt á sögunni
var sett upp á vegum Þjóðleikhússins og einn aðstandandi raunverulega málsins
steig fram og fordæmdi sýninguna. Sjá: Ónefndur höfundur, „Veislan“, Starafugl,
5. janúar 2017, sótt 15. febrúar 2018 af http://starafugl.is/2017/veislan/.
10 Richard A. Posner, Law and Literature [1988], 3. útg., Cambridge og London:
Harvard University Press, 2009, bls. 75. Posner er gagnrýninn á bókmenntafræð-
inga sem túlka fagurfræðilega bókmenntatexta til þess að komast að einhvers konar
lagalegum skilningi. Hann telur að lagalegar skírskotanir í bókmenntum séu fyrst
og fremst bakgrunnur fyrir sögur sem jafnan fjalla um það að vera manneskja. Þar
með segir hann að óæskilegt sé að gera lagalega greiningu á bókmenntum og Law
and Literature má sjá sem svar hans við slíkum skrifum bókmenntafræðinga.
HEiMATiLBúið RéTTARkERFi