Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Blaðsíða 122
143
lausn í vissum aðstæðum en almenningur þurfti að gangast við henni og
veita leyfi til hefnda. Miller segir að á sama hátt byggi hefnd í kvikmynd-
um á samþykki áhorfenda, en þeir sem vilja njóta þess að horfa á hefnd-
arkvikmynd þurfa helst að samþykkja að réttlætanlegt sé fyrir persónu
kvikmyndarinnar að hefna fyrir brot sem hún eða einhver henni nákominn
hefur orðið fyrir. Áhorfendur verða því að skynja að brotaþoli eigi rétt á
skaðabótum og þar með að sá sem braut af sér sé skuldugur. Miller telur
að hefndarkvikmyndir séu háðar takmörkum réttarkerfisins og að í slík-
um myndum megi oft greina harða gagnrýni á þetta sama kerfi. Persóna
í kvikmynd sem leitar hefnda öðlast samúð ef brotið sem hún varð fyrir
telst glæpur í augum áhorfenda. Brotið þarf því helst að vera viðurkennd-
ur glæpur samkvæmt lögum en um leið er nauðsynlegt að réttarkerfið
hafi brugðist svo að réttlætanlegt sé fyrir persónu að rækja hefnd. Þannig
verður hefndin annað og jafnvel meira afgerandi réttlæti en það sem boðið
er upp á í réttarkerfinu. Miller bætir við að augljós munur sé á hetjum
og illmennum í hefndarkvikmyndum. Hetjan fær samúð áhorfanda og er
oft talin vinna fyrir samfélagið með verkum sínum, á meðan illmennið
hefnir ekki í þágu réttlætis heldur einungis vegna eigin duttlunga og á því
enga samúð skilda.13 Í greininni nefnir Miller nokkuð einvíðar hetjur úr
kvikmyndasögunni sem ljóst er að áhorfendur ættu auðvelt með að sýna
samúð. En ólíkt hetjum í Hollywoodmyndum er algengara að persónur í
bókmenntum séu á siðferðislega gráu svæði eða einfaldlega andhetjur, eins
og raunin er með persónur verkanna sem hér eru til umfjöllunar. Slíkar
persónur má þó einnig finna í kvikmyndum og oft eru þær nokkuð ýktar.
Sérstök kvikmyndagrein segir sögur kvenna sem hefna sín á nauðg-
urum. Slíkar myndir eru oftast flokkaðar með svokölluðum „slæging-
armyndum“ sem urðu til á áttunda áratugnum í Bandaríkjunum í kjölfar
þess að slakað var á ritskoðun kvikmynda þar í landi.14 Eitt þekktasta verk
greinarinnar, I Spit On Your Grave (1978), segir sögu konu sem verður
fyrir hópnauðgun og ákveður í kjölfarið að hefna sín. Hún leitar uppi alla
ofbeldismennina og myrðir þá einn af öðrum á hrottafenginn hátt. Í bók
13 Sama rit, hér bls. 80–85. Fyrir Miller er augljóst að réttarvitund almennings hafi
tekið breytingum enda myndu nútíma áhorfendur kvikmynda seint samþykkja að
réttlætanlegt væri að hefna með því að myrða skyldmenni afbrotamanna eins og
gert er í Íslendingasögunum.
14 Carol Clover, „karlar, konur og keðjusagir: kyngervi í nútímahryllingsmynd-
um“ [1992], þýð. úlfhildur Dagsdóttir, Áfangar í kvikmyndafræðum, ritstj. Guðni
Elísson, Reykjavík: Forlagið, 2003, bls. 357–394, hér bls. 357.
HEiMATiLBúið RéTTARkERFi