Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Side 123
144
sinni The New Avengers (2000) heldur Jacinda Read því fram að kvikmynd-
ir um hefndir kvenna eftir nauðgun (e. rape-revenge films) hafi verið dæmi
um fyrstu tilraunir Hollywood til að framleiða femíniskar kvikmyndir í
kjölfar kvenréttindabaráttu sjöunda og áttunda áratugarins. Read telur
að ekki sé nóg að kvikmynd fjalli um hefndir kvenna til að teljast fem-
ínisk en að myndir um hefnd eftir nauðgun fjalli ávallt um aðgerðir gegn
kerfisbundinni misnotkun á konum og eigi því í flókinni samræðu við
femínisma.15 Í mörgum skáldsögum og kvikmyndum um konur sem hefna
má því greina femínisk skilaboð til feðraveldisins. Í bókinni Rape-Revenge
Films (2011) skoðar Alexandra Heller-Nicholas þessa kvikmyndagrein og
segir að gallað réttarkerfi sé ein af forsendum þess að fórnarlömb nauðg-
ana í kvikmyndum taki lögin í eigin hendur. Hins vegar varar Heller-
Nicholas fræðimenn við því að alhæfa um kvikmyndagreinina í heild; því
sérhverja mynd þurfi að greina á hennar forsendum.16 Enda geta sumar
kvenpersónur sem hefna eftir nauðgun verið hetjur; á meðan hrottalegar
hefndir annarra vekja ef til vill ekki samúð hjá áhorfendum. Undirliggjandi
er alltaf sú spurning hvort réttlætanlegt sé að beita ofbeldi í baráttunni við
feðraveldi sem markvisst kúgar konur.
Í bók sinni Law and Literature (1995) greinir ian Ward skáldsöguna Saga
þernunnar (e. Handsmaid’s Tale, 1985) eftir Margaret Atwood til að sýna
fram á ósanngirni í bandarískum lögum gagnvart brotaþolum kynferð-
isbrota. Hann vitnar í grundvallarrit femíniskra lagakenninga, Towards a
Feminist Theory of the State (1989), eftir Catharine A. Mackinnon sem bent
hefur á að lagabókstafurinn sé karllægur þar sem nauðgun er skilgreind
sem atburður en ekki sem upplifun. Fyrir dómstólum þarf því að sanna
að kynferðisleg samskipti hafi verið ofbeldisfull af ásettu ráði og þar með
nauðgun; en um leið er að mestu litið fram hjá upplifun brotaþola. Í Sögu
þernunnar er dregin upp mynd af samfélagi þar sem nauðganir eru aðeins
atburðir en ekki glæpir, þar sem kvenfrelsi er virt að vettugi og nauðganir
í raun samfélagslega viðurkenndar.17 út frá greiningu Ward má ætla að lög
og dómsvald geti sent mismunandi skilaboð eftir því hvers konar mörk eru
15 Jacinda Read, The New Avengers: Feminism, femininity and the rape-revenge circle,
Manchester og New York: Manchester University Press, 2000, bls. 6 og víðar.
16 Alexandra Heller-Nicholas, Rape-Revenge: A Critical Study, North Carolina: McFar-
land & Company, 2011, bls. 7.
17 ian Ward, Law and Literature: Possibilities and perspectives, New York og Melbourne:
Cambridge University Press, 1995, bls. 128–136. Sjá einnig: Catharine A. Mac-
kinnon, Towards a Feminist Theory of the State, Cambridge og London: Harvard
University Press, 1989.
Einar Kári Jóhannsson