Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Síða 125
146
hefur lekið með tárum niður á kinn og yfir myndina hefur slest blóð svo
það virðist sem horn hafi myndast á höfði hennar.19 Gera má ráð fyrir að
kápuna prýði mynd af kötu sjálfri og rétt eins og persónur hefndarkvik-
mynda á borð við I Spit On Your Grave gefur hún lítið fyrir meint réttlæti
dómstóla og nær fram sínu eigin réttlæti í formi blóðugra hefnda.
Fyrri hluti bókarinnar fjallar um hvarf Völu og djúpstæða sorg kötu í
kjölfarið. Dauði dótturinnar bindur enda á hjónaband þeirra Tómasar og
kata byrjar að misnota áfengi og lyf sem hún stelur af vinnustað sínum á
krabbameinsdeild Landspítalans. Raunar er atburðarás sögunnar nokkrum
sinnum brotin upp með draumförum eða ofskynjunum kötu eftir inn-
töku þessara lyfja.20 Samhliða er gefin mynd af lífi Völu en hún var týnd í
tilverunni, glímdi við þunglyndi og reyndi að leita lausna víða, til dæmis
í vímuefnum og trúarbrögðum. Ljóst verður að foreldrar hennar studdu
hana ekki nógu vel og gerðu oft illt verra með ströngu uppeldi. kata kemst
svo að því að Vala hafði skrifað til vinar á netinu og tjáð sig um hugðarefni
sín. Vinurinn þóttist vera unglingsstelpa að nafni Báthory en eftir að hann
biður Völu um að senda af sér nektarmyndir þykist kata sjá að Báthory
sé dulnefni miðaldra manns. Um hríð sannfærist kata ranglega um að
Tómas, maðurinn hennar og faðir Völu, sé Báthory og reynir að ráðast á
19 kápa Kötu er hönnuð af Eyþóri Páli Eyþórssyni.
20 Margt í Kötu virðist búa yfir alegórískri vídd og ber þar helst að nefna dúkkuhúsið
sem Tómas gefur dóttur sinni Völu. Húsið verður að þráhyggju fyrir kötu og hún
hatast við það um leið og það er mikilvægt fyrir feðginin. Í ofskynjunum kötu
vaknar hún upp í dúkkuhúsinu og kynnist mönnum sem halda þar konum föngnum.
Einn þeirra er kalman sem er eftirmynd rithöfundarins Jóns kalmans Stefáns-
sonar en hann hefur mikið listrænt vægi fyrir kötu. Dúkkuhúsið má skoða sem
tákn um innilokun konunnar í allt umlykjandi karlaveldi með augljósri tengingu
við samnefnt verk Henriks ibsen og umfjöllun ýmissa femínista um heimilið sem
tákn kúgunar. Sjá t.d.: iris Marion Young, „House and Home: Feminist Variations
on a Theme“, On Female Body Experience: „Throwing Like a Girl“ and Other Essays,
New York: Oxford University Press, 2008, bls. 123–154. Slíkar táknmyndir fyrir
vald minna á Konur (2008), aðra skáldsögu eftir Steinar Braga. Þar er innilokun,
pyntingum og misþyrmingum á Evu lýst nákvæmlega og vísbendingar markvisst
gefnar um hvaða öfl standi þar á bak við, t.d. viðskipta- og bankaveldi Íslands, karl-
mennska, almennt kvenhatur og sjálf menningin. Loks kemur í ljós að aðfarirnar
eru listaverk eftir Joseph Novak, sem verður einskonar holdgervingur ríkjandi afla:
karlkyns listamaður á styrkjum hjá peningaöflunum sem skapar verk innblásið af
kvenfyrirlitningu; Konur, Reykjavík: Mál og menning, 2008. Bæði skáldverkin eru
í grunninn raunsæ en inn í frásögnina blandast fantasía, oftast í formi ofskynjana
eftir lyfjanotkun, sem gerir mörk raunveruleikans ógreinilegri. Með ákveðinni
einföldun má segja að verkin lýsi samfélagslegri kúgun á konum og að í Kötu sé
vandamálið opinskátt og viðurkennt en í Konum er það frekar gefið í skyn.
Einar Kári Jóhannsson