Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Page 126
147
hann, en atlagan mistekst vegna þess að kata er í vímu. Eftir það vaknar
kata á geðdeild og fer í sálfræðimeðferð. Hún fær það verkefni að halda
dagbók og þá breytist stíll sögunnar.
Einn kafli verksins samanstendur af dagbókarskrifum kötu og er jafn-
framt eini hluti sögunnar sem er skrifaður í fyrstu persónu. Þar segir kata frá
því hvernig hún leitar að fróðleik um nauðganir á Íslandi og helsta heimild
hennar verður bókin Ofbeldi á Íslandi á mannamáli (2009) eftir Þórdísi Elvu
Þorvaldsdóttur. Sú bók er eitt áhrifaríkasta málgagn þeirra sem hafa barist
fyrir breytingum á meðferð kynferðisbrotamála í íslensku réttarkerfi, enda
hefur Þórdís Elva verið áberandi í þeirri umræðu um árabil. Í bókinni fjallar
hún um tíðni nauðgana á Íslandi og ræðir ranghugmyndir um kynferðisbrot
sem hafa verið áberandi í umræðunni. Þetta eru atriði eins og klæðaburður,
háttalag, áfengisneysla eða takmörkuð mótspyrna brotaþola þegar brot á
sér stað. Einnig fjallar hún um meðferð nauðgunarmála í réttarkerfinu og
umræðu um efnið á vettvangi stjórnmála og sýnir fram á að margt megi gera
betur.21 Þórdís Elva tekur fram að hún nálgist viðfangsefnið sem almenn-
21 Þórdís Elva tekur til dæmis fyrir lögin sjálf, þá sérstaklega 194. grein. hgl. (nr.
19/1940). Lögin hljóða svo: „Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök
við mann með því að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauð-
ung gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að
16 árum. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum
sambærilegum hætti.“ Það vekur athygli Þórdísar Elvu að í fyrstu málsgrein sé
ofbeldi, hótun eða nauðung skilyrði fyrir nauðgun. Það þykir henni úrelt viðmið
og bendir á að í orðabókum er nauðgun skilgreind sem samfarir við einstakling
gegn vilja hans. Nauðgun hlýtur því að teljast til ofbeldis og ákvæðið því byggt á
rökvillu, sem Þórdís útleggur svo: „Sá sem beitir ofbeldi með því að beita ofbeldi
gerist sekur um ofbeldi.“ Til samanburðar bendir hún á að rán og annað ólöglegt
athæfi teljist til glæpa hvort sem slíkt er framið með ofbeldi eða ekki og sýnir fram
á að orðalag kynferðisbrotaákvæða hegningarlaga hafi staðið í vegi fyrir framgangi
réttlætis. Sjá: Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, Ofbeldi á Íslandi á mannamáli: Brotin, dóm-
arnir, aðgerðirnar og umræðan, Reykjavík: JPV, 2009, bls. 105.
Lagabreytingar voru síðast gerðar 2007 eftir frumvarpi sem samið var af Ragn-
heiði Bragadóttur prófessor, sem hefur skrifað mikið um ákvæði hegningarlaga um
kynferðisbrot og dóma sem hafa reynt á túlkun þeirra. Hún segir að orðalag um
ofbeldi fylgi germönsku leiðinni í lagasetningu. Það er svo aftur í engilsaxnesku
leiðinni sem nauðgun er skilgreind eftir því hvort samþykki var veitt eða ekki.
Margir norrænir fræðimenn telja að þannig orðalag geti leitt til of mikillar áherslu
á viðbrögð brotaþola. Þegar þetta er skrifað liggur frumvarp fyrir Alþingi þess efnis
að breyta orðalagi 194 gr. hgl. svo samþykki fyrir samförum verði í forgrunni. Sjá:
„552 frumvarp til laga“, flytjandi Jón Steindór Valdimarsson, mál. 419, 146. lög-
gjafarþing 2016–2017, sótt 17. febrúar 2018 af http://www.althingi.is/altext/146-
/s/0552.html.
HEiMATiLBúið RéTTARkERFi