Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Page 127

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Page 127
148 ur borgari enda sé hún hvorki afbrota- né lögfræðingur. Markmið hennar er að ræða á mannamáli helstu annmarka á viðhorfi almennings og með- ferð nauðgunarmála í dómskerfinu. Í dagbókar skrifum kötu segir hún frá bataferli sínu og samhliða því birtir hún tölfræði og frásagnir um ósann- gjarna meðferð dómstóla á nauðgunarmálum sem gjarnan eru fengnar úr bók Þórdísar Elvu. Þessar upplýsingar hafa bein áhrif á viðhorf kötu og verða ásamt öðru til þess að hún ákveður að leita hefnda: [A]f þeim sem gangast undir réttarlæknisfræðilega skoðun á neyð- armóttöku fyrir nauðganir hérna á Landspítalanum leggur þriðj- ungur til helmingur fram kæru. Svo versna tölurnar. Samkvæmt nýlegri skýrslu innanríkisráðuneytisins, sem byggist á tölum frá lög- regluembættum landsins á tveggja ára tímabili (2008–2009), kemur fram að af 189 nauðgunarkærum hafi verið sakfellt í 20. Sem þýðir á mannamáli að af þeim minnihluta kvenna sem leitar aðstoðar á spít- ala eftir að hafa verið nauðgað, og ákveður svo þar að auki að leggja fram kæru, er ennþá smærra brot sem nýtur réttlætis. (Og já, ég tala um réttlæti af því ég veit að einungis örfáar konur, ef nokkrar, eru svo ringlaðar, ruglaðar eða heiftugar að leggja fram kæru um nauðg- un sem aldrei hefur orðið. Af hverju ættu þær að gera það? Það er ekki eins og þær njóti upphefðar fyrir vikið). Þegar konu hefur verið nauðgað og eftir að hún hefur arkað upp öll þrep dómskerf- isins er því nánast gefið að enginn fæst dæmdur sekur. Ekkert gerist. Ekkert svo vitað sé. Sönnunarbyrði í nauðgunarmálum er augljós- lega strangari en í eðlisfræðirannsóknum.22 kata sættir sig ekki við að gerendur njóti ætíð vafans frammi fyrir dóm- stólum og stingur upp á að sönnunarbyrði sé lögð á herðar meintra ger- enda sem þurfa þá að sanna að samþykki fyrir kynmökum hafi verið veitt.23 Þannig tekur hún til endurskoðunar eina meginreglu réttarkerfa sem kveð- ur á um að allir teljist saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð. Einnig skilur hún ekki að ef fjórðungi kvenna á Íslandi er nauðgað á lífsleiðinni af hverju kynsystur þeirra rísi ekki upp og berjist fyrir réttlæti: 22 Steinar Bragi, Kata, bls. 244–245. 23 Lengi hefur verið bent á að frammi fyrir dómi virki réttur sækjenda minni en sakborninga í nauðgunarmálum. Jafnvel hefur verið rætt um að snúa sönnunarbyrð- inni við svo það komi í hlut hins ákærða að sanna að samþykki fyrir kynmökum hafi verið veitt. Sjá t.d.: Dr. Guðrún Jónsdóttir í samvinnu við konur á Stígamótum, Nauðganir, Reykjavík: Stígamót, 2001. Einar Kári Jóhannsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.