Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Page 127
148
ur borgari enda sé hún hvorki afbrota- né lögfræðingur. Markmið hennar
er að ræða á mannamáli helstu annmarka á viðhorfi almennings og með-
ferð nauðgunarmála í dómskerfinu. Í dagbókar skrifum kötu segir hún frá
bataferli sínu og samhliða því birtir hún tölfræði og frásagnir um ósann-
gjarna meðferð dómstóla á nauðgunarmálum sem gjarnan eru fengnar úr
bók Þórdísar Elvu. Þessar upplýsingar hafa bein áhrif á viðhorf kötu og
verða ásamt öðru til þess að hún ákveður að leita hefnda:
[A]f þeim sem gangast undir réttarlæknisfræðilega skoðun á neyð-
armóttöku fyrir nauðganir hérna á Landspítalanum leggur þriðj-
ungur til helmingur fram kæru. Svo versna tölurnar. Samkvæmt
nýlegri skýrslu innanríkisráðuneytisins, sem byggist á tölum frá lög-
regluembættum landsins á tveggja ára tímabili (2008–2009), kemur
fram að af 189 nauðgunarkærum hafi verið sakfellt í 20. Sem þýðir á
mannamáli að af þeim minnihluta kvenna sem leitar aðstoðar á spít-
ala eftir að hafa verið nauðgað, og ákveður svo þar að auki að leggja
fram kæru, er ennþá smærra brot sem nýtur réttlætis. (Og já, ég tala
um réttlæti af því ég veit að einungis örfáar konur, ef nokkrar, eru
svo ringlaðar, ruglaðar eða heiftugar að leggja fram kæru um nauðg-
un sem aldrei hefur orðið. Af hverju ættu þær að gera það? Það
er ekki eins og þær njóti upphefðar fyrir vikið). Þegar konu hefur
verið nauðgað og eftir að hún hefur arkað upp öll þrep dómskerf-
isins er því nánast gefið að enginn fæst dæmdur sekur. Ekkert gerist.
Ekkert svo vitað sé. Sönnunarbyrði í nauðgunarmálum er augljós-
lega strangari en í eðlisfræðirannsóknum.22
kata sættir sig ekki við að gerendur njóti ætíð vafans frammi fyrir dóm-
stólum og stingur upp á að sönnunarbyrði sé lögð á herðar meintra ger-
enda sem þurfa þá að sanna að samþykki fyrir kynmökum hafi verið veitt.23
Þannig tekur hún til endurskoðunar eina meginreglu réttarkerfa sem kveð-
ur á um að allir teljist saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð. Einnig skilur
hún ekki að ef fjórðungi kvenna á Íslandi er nauðgað á lífsleiðinni af hverju
kynsystur þeirra rísi ekki upp og berjist fyrir réttlæti:
22 Steinar Bragi, Kata, bls. 244–245.
23 Lengi hefur verið bent á að frammi fyrir dómi virki réttur sækjenda minni en
sakborninga í nauðgunarmálum. Jafnvel hefur verið rætt um að snúa sönnunarbyrð-
inni við svo það komi í hlut hins ákærða að sanna að samþykki fyrir kynmökum hafi
verið veitt. Sjá t.d.: Dr. Guðrún Jónsdóttir í samvinnu við konur á Stígamótum,
Nauðganir, Reykjavík: Stígamót, 2001.
Einar Kári Jóhannsson