Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Side 128
149
Ef einn af hverjum fjórum drengjum/körlum yrði fyrir kynferðisof-
beldi á ævinni – hvað þá? [...] Þá yrðu sett herlög í landinu, útgöngu-
bann eftir klukkan átta, Viagra innkallað úr apótekum, dauðarefsing
við klámframleiðslu, bann við ofdrykkju kvenna, bann við kynlífs-
tækjabúðum, lögregla á hverju götuhorni, konur skyldugar til að
ganga með lúffur, í bomsum, óopnanlegum anorökkum. Alltaf.
konur brenndar á báli. Þetta er vonlaust dæmi, auðvitað. Ef einum
af fjórum karlmönnum væri nauðgað væru þeir auðvitað engir karl-
ar. En afhverju? Af því að karlar létu aldrei bjóða sér svona tölur. Af
því þeir eru karlar? Af því að við erum konur?24
kötu finnst kerfið knúið áfram af kynjamisrétti og hvetur konur til þess að
berjast gegn alltumlykjandi feðraveldi. Hún notar gjarnan myndmál hern-
aðarátaka og er tilbúin að heyja baráttu til að stöðva það sem hún sér sem
„stríð gegn konum“. Samhliða því að kata finnur til vaxandi hefndarþorsta
er lesendum talin trú um að það sé ekki aðeins réttlætanlegt að hefna fyrir
morðið á Völu heldur sé það þjóðþrifaverk. Það er í samræmi við hug-
myndir Millers um að hefndarfantasíur nútímans séu háðar samþykki og
samúð áhorfenda. kata þráir að hefna sín á þeim sem nauðguðu og myrtu
Völu – þeim Garðari, Atla og Birni Bola. Enda hefur enginn þeirra snúið
við blaðinu; þeir halda áfram að vanvirða konur, fremja ofbeldisverk og
jafnvel stæra þeir sig af slíkum verkum í fjölmiðlum. kata finnur því til
siðferðislegrar ábyrgðar að bregðast við, stöðva þrjótana og um leið „laga
heiminn“.25
Á einum stað í sögunni veltir kata fyrir sér hefndum og réttlætingu
þeirra og þá „rambaði [hún] að lokum á vinsælasta afþreyingarefni samtím-
ans: bíómyndir. Hún sá að hefnd karlmanna og æra hafði komið þar við líka
og sem fyrr lögð að jöfnu við heimilið, vinnustaðinn, eignir þeirra, borgirn-
ar, þjóðirnar og stundum heiminn allan.“26 Í kjölfarið telur hún upp ýmsar
þekktar hefndarmyndir, skilur aðdráttafl hefnda og bætir svo við:
En það var athyglisvert að sjá hvernig sumum virtist leyfilegt að
hefna en öðrum ekki. Hefndin og framkvæmd hennar var veruleiki
karla. Þótt ekki allir létu slag standa, frekar en að allir væru hetjur,
bjó hefndin að minnsta kosti í þeim sem möguleiki. Eins og dæmin
sýndu: Engar konur skutu börnin sín, manninn sinn og sjálfar sig
24 Steinar Bragi, Kata, bls. 246.
25 Sama rit, bls. 247.
26 Sama rit, bls. 288.
HEiMATiLBúið RéTTARkERFi