Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Blaðsíða 130
151
okkar? ég er ekki samþykk. ég beiti ofbeldi vegna þess að ég hef rétt
á því, vegna þess að samfélagið væntir þess og tekur mark á því.28
Hér birtast svipuð viðhorf og ian Ward greindi í Sögu þernunnar, en hann
sagði að þar væri lýst samfélagi sem telur nauðganir eðlilegar; þar sem
þær væru ekki ólöglegar. kata lítur svo á að máttleysi dómstóla í kynferð-
isbrotamálum þýði að konur verði að bregðast við, verja sig og sporna
gegn því ofbeldi sem þær eru beittar því annars falla nauðganir ekki undir
skilgreiningar á ofbeldi. Lesendum er því markvisst gerð grein fyrir að
hefndir kötu séu þjóðþrifaverk en í seinni hluta sögunnar verður samt
ljóst að hömlulaus hefnd er ekki vænlegur kostur.
Það verða þáttaskil í lífi kötu eftir að hún tekur á móti Sóleyju á neyð-
armóttöku fyrir fórnarlömb nauðgana, en hún hafði fundist liggjandi
í runna, illa leikin eftir ofbeldisverk kærasta síns. Í kjölfarið heimsækir
hún Sóleyju upp á geðdeild, þar sem henni er haldið á sjálfsmorðsvakt,
og smám saman tekst með þeim vinskapur. Þær ákveða að leita hefnda á
ofbeldismanni Sóleyjar og hafa upp á honum þar sem hann er á heimleið
með nýrri konu. Þær finna sig knúnar til þess að koma í veg fyrir næsta
ofbeldisverk hans og ákveða því að fara heim til hans og berja hann nokk-
uð hrottalega. Þetta er fyrsta af mörgum ofbeldisverkum þeirra Sóleyjar og
kötu en öll tengjast þau á táknrænan hátt birtingarmyndum á kynbundnu
ofbeldi og kynferðisbrotum. Þannig minna aðfarirnar gegn ofbeldismanni
Sóleyjar á heimilisofbeldi.
Næsta ofbeldisverk kötu og Sóleyjar beinist gegn áðurnefndri Báthory,
sem reynist vera miðaldra karlmaður úr kristilegum söfnuði sem þær kata
og Vala tilheyrðu. kata byrlar honum ólyfjan og dröslar honum út í bíl til
Sóleyjar og saman aka þær með hann niður í fjöru. Á leiðinni virðist kötu
snúast hugur um stund og spyr: „Hver eru viðurlögin við mannráni?“ En
Sóley réttlætir aðgerðina: „Engin. Er það ekki þess vegna sem við erum
að þessu?“29 Hér er minnt á hið gallaða réttarkerfi, en kata hefur áður í
sögunni krafist þess að byrlun nauðgunarlyfja verði tekin jafn alvarlega og
líkamsárásir, bæði á neyðarmóttöku og fyrir dómstólum. Í fjöruborðinu
afklæða þær manninn og taka af honum niðurlægjandi myndir áður en þær
ganga í skrokk á honum. Örlög mannsins minna á aðfarirnar gegn Völu,
sem var einnig dópuð upp og numin á brott, og tengingin er ljós í lýsing-
um á atburðinum: „Augun opnuðust og hann horfði ennþá jafn ráðvilltur í
28 Sama rit, bls. 380–381.
29 Sama rit, bls. 317.
HEiMATiLBúið RéTTARkERFi