Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Side 132
153
sagan sé ýkt og ákall kötu eftir blóðugum hefndum nokkuð ómálefnalegt.
Gengið er út frá því að konur verði ekki aðeins fyrir kynferðislegu ofbeldi
af hendi karlmanna heldur hafi þeir einir rétt á hefndum. Með slagkrafti
femínismans sýnir kata fram á að þessum hugmyndum þarf að snúa á hvolf.
Skáldsaga Steinars Braga felur því í sér ákall um viðbrögð við nauðgunar-
menningu, rétt eins og femíniskar slægingarmyndir um konur sem hefna
sín eftir nauðganir.
Gott fólk: ábyrgðarferlið sem hefnd
Í skáldsögunni Kötu eiga vinkonurnar kata og kolbrún samræður um svo-
nefnt ábyrgðarferli. Þær sammælast um að slíkt ferli feli fyrst og fremst í
sér hefnd; enda sé það afleiðing af stefnuleysi yfirvalda í kynferðisbrota-
málum. Hins vegar telur kata aðstandendur slíkra ferla ekki endilega vera
góða og bætir við: „Ekki vonda heldur ... ég veit það ekki. Þau stíga yfir
einhver mörk með því að hefna ... Hefnd er ekki góð, hún getur aldrei verið
góð, er það? Hún getur verið réttlát, býst ég við, en ekki góð.“31 Þegar kata
lætur þessi orð falla er hún sjálf byrjuð að hefna sín á morðingjum dóttur
sinnar og hún viðurkennir að henni finnist ábyrgðarferlið ekki fela í sér
nægilega refsingu fyrir nauðgun. kolbrún vinkona hennar hneykslast hins
vegar á fólki sem einfaldlega trúir orðum fórnarlamba og dæmir meinta
brotamenn án rannsókna, sönnunargagna eða vitna. Það finnst henni ekki
vera réttlæti og þó að kata taki undir það þá bætir hún við: „Ekki heldur
það sem við höfum núna!“32 Þessar samræður snerta á mörgum álitamálum
í sambandi við ábyrgðarferli.
Í skáldsögunni Gott fólk er aðalpersónan, Sölvi, látinn ganga í gegnum
ábyrgðarferli og skáldsagan fjallar um reynslu hans af því. Þegar verkið var
sett á svið í Þjóðleikhúsinu, leikárið 2016–2017, var ábyrgðarferlið skil-
greint svo á heimasíðu leikhússins:
Ábyrgðarferlið er leið til að taka á afleiðingum ofbeldis í nærsam-
félaginu – með það að markmiði að uppræta ofbeldi. Ábyrgðarferlið
felur í sér ákveðið vantraust á réttarkerfi, lögreglu og dómstól-
um og er sett fram sem valkostur fyrir þolendur ofbeldis, gerend-
ur, og aðstandendur sem treysta ekki lögum til að vernda sig eða
leysa úr sínum málum. [...] Aðferðafræði ábyrgðarferlisins markast
af nokkrum þrepum sem laga má að hverju tilfelli fyrir sig. Það
31 Sama rit, bls. 337.
32 Sama rit, bls. 340.
HEiMATiLBúið RéTTARkERFi