Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Page 135
156
Fyrstu viðbrögð Sölva eru að lýsa yfir eigin sakleysi en um leið líkir hann
ábyrgðarferlinu við dómsmál og mátar ásakanir Söru við lög og glæpi.
Áður en langt um líður fer hann að upplifa ábyrgðarferlið sem refsingu og
jafnvel ofbeldi og hann skilgreinir sig framan af sem fórnarlamb sem hefur
ekki möguleika á því að mæta fyrir dóm. Líkt og í Kötu eru dómstólar
einn helsti skotspónn verksins, enda bendir Sölvi ítrekað á bresti þeirra.
Í raun minnir staða hans á brotaþola í nauðgunarmálum sem fá mál sín
ekki útkljáð frammi fyrir dómstólum sökum þungrar sönnunarbyrði. Enda
er ábyrgðarferlið þolendamiðað og dómskerfið hefur verið kallað gerenda-
miðað. Ábyrgðarferlið er því róttækur viðsnúningur á dómskerfum rétt-
arríkja, þar sem réttur meintra ofbeldismanna er minnkaður.
Sara segist ekki vilja leggja það á þau Sölva að fara með málið fyrir
dómstóla, enda telur hún ólíklegt að þeir skilgreini ofbeldi á sama hátt og
hún. Þess í stað hvetur hún konur í sinni stöðu til að leita eigin réttlætis:
„Þó réttarkerfið úrskurði að þú hafir ekki verið beitt ofbeldi, þýðir það
ekki að það sé rétt. Þetta er spurning um upplifun. Spurningin um rétt-
læti innra með þér.“36 Hér er gerður skýr greinarmunur á réttarvitund
almúgans og dómstóla. Jafnframt segist Sara ekki vilja refsa Sölva og lítur
á ábyrgðarferlið sem leið til að hjálpa honum að horfast í augu við eigin
hegðun og leita sér hjálpar hjá sérfræðingum. Sagan snýst að nokkru leyti
um sjálfsskoðun Sölva og lesendur fylgjast með því þegar hann leitar til
vina, hittir gamlar kærustur og endurskoðar samband sitt við Söru. Smám
saman verður ljóst að þótt Sölvi eigi marga vini og kunningja eru sam-
bönd hans við annað fólk gjarnan yfirborðskennd. Mikil fjarlægð ríkir á
milli hans og nánustu fjölskyldumeðlima, hann leitar frekar eftir kynlífi
hjá konum en tilfinningaríku sambandi og vinir og kunningjar standa í
fyrstu þétt við bakið á honum en missa með tímanum úthaldið. Sölvi virð-
ist forðast nánd og þegar hann rifjar upp samband sitt við Söru kemur í
ljós að hann hefur nær ómeðvitað gagnrýnt, lítillækkað og niðurlægt hana
til þess að halda henni í fjarlægð frá sér. Hann er hræddur og óöruggur og
tjáir sjaldan tilfinningar sínar, en þó segist hann elska Söru. Hins vegar lýsa
nokkur atvik úr sambandi þeirra illum ásetningi og beinlínis grimmd; til
dæmis þegar hann beitir grófu andlegu og líkamlegu ofbeldi í kynlífi gagn-
gert til að skaða Söru:37
36 Sama rit, bls. 226–227.
37 Í Kötu er vitnað í tölfræði úr bók Þórdísar Elvu um að algengast sé að nauðgun
sé framin af einhverjum sem brotaþoli þekkir, treystir eða er jafnvel hrifinn af.
Brotaþolar eru að jafnaði yngri en 25 ára, undir áhrifum áfengis og atburðarás
Einar Kári Jóhannsson