Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Side 148
124
Skáldað í eyðurnar
Skáldsaga Hallgríms kom út í lok árs 2011.12 Konan við 1000° hverfist
um Herbjörgu Maríu og viðburðaríka ævi hennar og fjölskyldu. Herbjörg
er litrík persóna, hún ver elliárunum í bílskúr, keðjureykir og er kjaftfor
á netinu. Í bókinni eru þjóðþekktir Íslendingar nefndir. Það kemur til
dæmis fram að Sveinn Björnsson, fyrsti forseti lýðveldisins, sé afi aðal-
persónunnar. Verkið fékk góðar viðtökur gagnrýnenda og þótti persónu-
sköpun Hallgríms vönduð og sögusviðið einkar áhugavert. Einnig þótti
höfundi takast vel upp með að blanda saman kímni og lýsingum á hræði-
legum stríðsátökum í Evrópu á 20. öld.13 Hallgrímur nefndi á nokkrum
stöðum í fjölmiðlum að persóna Herbjargar Maríu væri byggð á Brynhildi
Georgíu Björnsson, afabarni Sveins forseta. Aðstandendur Brynhildar
lýstu yfir mikilli óánægju með útgáfu skáldsögu Hallgríms og birtu grein-
ar um málið í blöðum. Aftur urðu deilur um söguna þegar hún var til-
nefnd til Bókmenntaverðlauna norðurlandaráðs árið 201214 og enn á ný
þegar ákveðið var að færa leikgerð hennar upp á sviði Þjóðleikhússins árið
2014.15
Fljótlega eftir útgáfu bókarinnar tjáði Hallgrímur sig um verkið í við-
tali við DV. Þar rakti hann upphaf skrifanna og hvernig kynni hans af
Brynhildi Georgíu og sögu hennar komu til. Hann lagði áherslu á tengsl
skáldsögunnar við ákveðnar persónur en gat þess einnig að fjölskylda
Brynhildar Georgíu hefði vitað af skrifunum og væri ósátt við þau:
Ég var beðinn um að breyta bókinni en sagði nei eftir nokkra
umhugsun. Ég bara gat það ekki. Þetta er náttúrulega skáldsaga
og ég geng nærri aðalpersónunni. Læt hana ganga í gegnum miklu
hryllilegri atburði en fyrirmyndin gekk í gegnum. Sérstaklega
í einum kafla sem gerist í Berlín undir lok stríðsins og undir lok
bókar. Það sem þar gerist er algjör skáldskapur en sá kafli var ætt-
ingjanum erfiðastur. Ég var mjög tvíklofinn því að rithöfundar eru
klofnar persónur. Annars vegar er maður rithöfundurinn sem hugs-
12 Hallgrímur Helgason, Konan við 1000°: Herbjörg María Björnsson segir frá, Reykja-
vík: JPV, 2011.
13 Sjá m.a.: Ingvi Þór Kormáksson, „Heitt í kolunum“, Bokmenntaborgin.is, sótt 18.
febrúar 2018 af https://bokmenntaborgin.is/umfjollun/konan-vid-1000deg.
14 Mikael Torfason, „Hallgrímur uppnefndur „náriðill“ af gagnrýnenda“ [sic], Frétta-
tíminn, 18.−20. janúar 2013, bls. 2.
15 Anna Margrét Björnsson, „Á mörkum sannleikans“, DV, 3. október 2014, sótt 18.
febrúar 2018 af http://www.dv.is/menning/2014/10/3/morkum-sannleikans/.
GuðRún BaldvInsdóttIR oG sólveIG ásta sIGuRðaRdóttIR