Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Blaðsíða 149
125
ar um það eitt að skrifa góða bók og svo er maður prívatpersónan
Hallgrímur sem vill ekki særa fólk úti í bæ. Ég reyndi að breyta
kaflanum, en fann þá að í stað þess að særa fólk úti í bæ var ég farinn
að særa bókina. og það er erfitt fyrir sérhvern rithöfund. Í raun má
segja að ég hafi hér frekar valið að vera góður rithöfundur en góð
manneskja.16
Hallgrímur staðsetur hér verk sitt á mörkum raunveruleika og skáldskapar
með því að tengja Herbjörgu annars vegar við nafngreinda fyrirmynd en
segja hins vegar að tiltekinn hluti bókarinnar sé „algjör skáldskapur“. Þetta
viðtal gefur til kynna að veruleiki fyrirmyndar sögupersónu hans skipti
máli fyrir túlkun lesenda á skáldsögunni.17 Texti á kápu bókarinnar og
auglýsingar styrktu enn frekar þá hugmynd meðal kaupenda og lesenda að
hér væri á ferð túlkun eða úrvinnsla á raunverulegum atburðum og pers-
ónum.18
16 Kristjana Guðbrandsdóttir. „Sjómannslíf og söknuður – Viðtal við rithöfundinn
Hallgrím Helgason”, DV, 25. nóvember 2011, bls. 28.
17 Tenging skáldsagnapersónunnar við raunverulega fyrirmynd er ekki afmörkuð við
íslenskt samfélag heldur er hún hluti af kynningu bókarinnar á alþjóðamarkaði. Sjá
lýsingu hjá útgefanda bókarinnar, á ensku: „Based on the first Icelandic president’s
real-life granddaughter [...]“, sbr. „The Woman at 1,000 Degrees“, Bloomsbury
Publishing, sótt 11. janúar 2018 af https://www.bloomsbury.com/au/the-woman-
at-1000-degrees-9781786071699/. Sjá einnig ummæli í ritdómum Bert Alcher,
„Woman at 1,000 Degrees − Hallgrímur Helgason & Brian FitzGibbon“, The Star,
5. janúar 2018, sótt 11. janúar 2018 af https://www.thestar.com/entertainment/
books/reviews/2018/01/05/this-coming-of-age-story-is-dying-to-be-told.html
og Bethanne Patrick, „The hottest new book from Iceland is ‘Woman at 1,000
Degrees’“, Washington Post, 9. janúar 2018, sótt 11. janúar 2018 af https://www.
washingtonpost.com/entertainment/books/the-hottest-new-book-from-iceland-
is-woman-at-1000-degrees/2018/01/08/e714ffc2-f4ae-11e7-b34a-b85626af34ef_
story.html?utm_term=.da0d3c3b7005.
18 Á kápu bókarinnar segir meðal annars: „Samferðafólk, atburðir og uppátæki frá
viðburðaríkri ævi rifjast upp og afhjúpa lífshlaup óviðjafnanlegs ólíkindatóls. Hug-
myndaflug og frásagnarhæfileikar Hallgríms Helgasonar njóta sín frábærlega í sögu
þessarar konu sem lifað hefur tímana tvenna, setið fínustu veislur og kynnst dýpstu
eymd.“ Franski bókmenntafræðingurinn Gerard Genette hefur fjallað ítarlega um
slíka hliðartexta (e. paratexts) í bókmenntum. Hann bendir á að bókmenntaverk sé
ekki aðeins sá texti sem birtist milli kápuspjaldanna, heldur allur texti sem tengist
verkinu, svo sem káputexti, auglýsingar, nafn höfundarins, viðtöl við höfundinn,
gagnrýni og svo framvegis. Þannig mótist hugmyndir lesandans alltaf af því hvaða
upplýsingar hann hefur og þær verða órjúfanlegur hluti af verkinu. Gerard Genette,
Paratexts: Thresholds of Interpretation, þýð: Jane E. Lewin, Cambridge: Cambridge
University Press, 1997.
SAnnAR ÍSLEnSKAR SöGUR?