Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Page 150
126
Guðrún Jónsdóttir, dóttir Brynhildar Georgíu, var ein þeirra sem tjáðu
sig um Konuna við 1000° og tengsl verksins við veruleikann stuttu eftir
útgáfu þess. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í ársbyrjun 2012 lýsir hún
ferlinu frá því að hún frétti að Hallgrímur væri að vinna að skáldsögu um
móður hennar og þar til bókin kom út á almennum markaði.19 Guðrún
segist í fyrstu hafa verið spennt fyrir verkinu og að hún hafi boðið höfund-
inum aðstoð við að vinna úr gögnum um Brynhildi. Hún hafi hitt hann
einu sinni á tímabilinu en síðan ekki heyrt meira um verkið fyrr en hún
fékk handritið í hendur en þá var þegar búið að senda bókina í prentun til
Þýskalands. Guðrún segir frá:
Þegar á leið er hins vegar skemmst frá að segja að ég varð fyrir
þungu áfalli. Textinn leiddist yfir í meiri ljótleika en ég hafði nokk-
urn tíma gert mér grein fyrir, uppáferðir, nauðganir og klám tóku
yfir og þannig hélst sagan út bókina. [...] Eru bókmenntir yfir sið-
ferði og réttlæti hafnar? Kannski er það svo og við fjölskylda mín
vorum bara óheppin að lenda í þessu. En í mínum huga er ekki
siðlega rétt að skrifa svona texta og tengja hann við minningu fólks.
Jafnvel þó það sé löglegt.20
Eins og Guðrún rekur í framhaldi gat Hallgrímur ekki breytt textanum á
þessu stigi en hann féllst á að setja fyrirvara við texta sögunnar sem birtist
í byrjun bókarinnar. Hún skrifaði aðra grein, sem var birt í Fréttablaðinu
tæpu ári síðar, þar sem hún fjallaði nánar um notkun Hallgríms á ævi
móður hennar. Þótt fjölskyldan hafi ekki leitað réttar síns fyrir dómstól-
um má sjá á skrifum Guðrúnar að á hana leita spurningar um siðferðilega
ábyrgð og tjáningarfrelsi:
Það er ekki tilgangur minn að ræða bókmenntalegt gildi verksins
og því síður muninn á skáldskap og veruleika, hann þekki ég vel.
Ég velti hins vegar upp stórum spurningum um siðgæði og trúi því
seint að nokkur maður myndi kjósa að fjölskylda sín yrði gerð að
féþúfu með þessum hætti. Með fullri virðingu fyrir tjáningarfrelsi
og skapandi skrifum hlýtur það alltaf að vera á ábyrgð höfundarins
hvernig hann byggir upp bók og hvað hann nýtir sér til þess. Hann
19 Guðrún Jónsdóttir, „Tólfta lífið“, Fréttablaðið, 21. janúar 2012, sótt 24. janúar 2018
af http://www.visir.is/g/2012701219993.
20 Sama heimild.
GuðRún BaldvInsdóttIR oG sólveIG ásta sIGuRðaRdóttIR